Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1967, Side 35

Læknablaðið - 01.02.1967, Side 35
LÆKNABLAÐIÐ 7 læknisstörf í bænum þegar á Landspítalaárum sínum, og þau urðu síðan aðalstarf hans til dauðadags; en jafnframt vann hann sem sérfræðingur í lyflæknisfræði. Hann sá varla út úr því, sem hann hafði að gera, svo margir leituðu til hans; kom þar bæði til þekk- ing' hans og frábær umhyggja og samvizkusemi í allri umgengni við sjúklinga. Hef ég ekki vitað lækni, sem lét sér annara um sjúklinga sína en hann. Hann var trúnaðarmaður og vinur fólks- ins, scm til hans leitaði, heimilislæknir í beztu merkingu þess orðs. Það er ekki margt fréttnæmt úr slíku starfi; það lifir aðeins í minningu þeirra, sem nutu þess, og síðan sér þess varla slað. En víst má nefna Björn Gunnlaugsson meðal þeirra, sem þokuðu læknisstarfinu nokkuð áleiðis til líkingar við það, sem gott þykir með vel menntum þjóðum. Björn var sérfræðingur, sem jafnframt stundaði almennar lækningar, og bar ekki á öðru en það gengi vel; nú er unnið markvíst að því að útrýma þess konar mönnum úr læknastétt, og allt stefnir til þess, að hver sérfræðingurinn af öðrnm skoði sjúkdóminn með sínu nærsýna auga, en enginn hirði um sjúkl- inginn. Björn unni starfi sínu og stundaði það alltaf af lifandi áhuga, það virtist vera köllun hans. Helzta áliugaefni hans á hvíldarstund- um var klassísk tónlist; hann átli ágætt plötusafn og gladdi sig við músík meistaranna á mörgu síðkvöldi. Eg kynntist Birni fyrst lítið eitt í Menntaskólanum, þegar hann var dúx í sjötta bekk, en ég illa fræddur græningi í fjórða bekk. Hann var fríður piltur, meðalmaður á hæð, eftir því sem þá gerðist, og var vel á fót komið; dökkjarpur á hár, ljós á börund og skipti vel litum; hægur í fasi og gaf sig lítið að öðrum innan skólaveggjanna, og leil ég til hans með talsverðri virðingu. 1 Háskólanum dró hins vegar bráðlega saman með okkur, og liann varð um langt skeið nánasti félagi minn, bæði við nám og gleð- skap. Björn slundaði nám sitt alltaf vel, enda sýndi námsárangur hans það, en að loknum lestri gaf hann sér stundum tíma til að létta sér upp, og tókst það oft vel á þeim árum. Hann gat verið manna fyndnastur og hitti oft vel í mark. Eftir framhaldsnám okkar erlendis lágu leiðir okkar aftur saman á Landspítalanum, og síðan vorum við samstarfsmenn á Hvítabandinu í mörg ár. En svo fór heilsu hans að hraka, svo að hann hætti störfum þar, og eftir það fyrntist lieldur vfir kvnni okkar; hvor okkar átti við sín eigin vandamál að slríða eins og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.