Læknablaðið - 01.02.1967, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 7
læknisstörf í bænum þegar á Landspítalaárum sínum, og þau urðu
síðan aðalstarf hans til dauðadags; en jafnframt vann hann sem
sérfræðingur í lyflæknisfræði. Hann sá varla út úr því, sem hann
hafði að gera, svo margir leituðu til hans; kom þar bæði til þekk-
ing' hans og frábær umhyggja og samvizkusemi í allri umgengni
við sjúklinga. Hef ég ekki vitað lækni, sem lét sér annara um
sjúklinga sína en hann. Hann var trúnaðarmaður og vinur fólks-
ins, scm til hans leitaði, heimilislæknir í beztu merkingu þess
orðs. Það er ekki margt fréttnæmt úr slíku starfi; það lifir aðeins
í minningu þeirra, sem nutu þess, og síðan sér þess varla slað.
En víst má nefna Björn Gunnlaugsson meðal þeirra, sem þokuðu
læknisstarfinu nokkuð áleiðis til líkingar við það, sem gott þykir
með vel menntum þjóðum.
Björn var sérfræðingur, sem jafnframt stundaði almennar
lækningar, og bar ekki á öðru en það gengi vel; nú er unnið
markvíst að því að útrýma þess konar mönnum úr læknastétt,
og allt stefnir til þess, að hver sérfræðingurinn af öðrnm skoði
sjúkdóminn með sínu nærsýna auga, en enginn hirði um sjúkl-
inginn.
Björn unni starfi sínu og stundaði það alltaf af lifandi áhuga,
það virtist vera köllun hans. Helzta áliugaefni hans á hvíldarstund-
um var klassísk tónlist; hann átli ágætt plötusafn og gladdi sig
við músík meistaranna á mörgu síðkvöldi.
Eg kynntist Birni fyrst lítið eitt í Menntaskólanum, þegar hann
var dúx í sjötta bekk, en ég illa fræddur græningi í fjórða bekk.
Hann var fríður piltur, meðalmaður á hæð, eftir því sem þá
gerðist, og var vel á fót komið; dökkjarpur á hár, ljós á börund
og skipti vel litum; hægur í fasi og gaf sig lítið að öðrum innan
skólaveggjanna, og leil ég til hans með talsverðri virðingu. 1
Háskólanum dró hins vegar bráðlega saman með okkur, og liann
varð um langt skeið nánasti félagi minn, bæði við nám og gleð-
skap.
Björn slundaði nám sitt alltaf vel, enda sýndi námsárangur
hans það, en að loknum lestri gaf hann sér stundum tíma til að
létta sér upp, og tókst það oft vel á þeim árum. Hann gat verið
manna fyndnastur og hitti oft vel í mark.
Eftir framhaldsnám okkar erlendis lágu leiðir okkar aftur
saman á Landspítalanum, og síðan vorum við samstarfsmenn á
Hvítabandinu í mörg ár. En svo fór heilsu hans að hraka, svo að
hann hætti störfum þar, og eftir það fyrntist lieldur vfir kvnni
okkar; hvor okkar átti við sín eigin vandamál að slríða eins og