Læknablaðið - 01.02.1967, Síða 40
10
LÆKNABLAÐIÐ
um og spítölum og enn fremur kynnt sér það, sem hún hefur átt kost
á úr erlendum tímaritum, en þar hefur talsvert verið ritað um spítala-
mál, bæði í engilsaxnesku löndunum og á Norðurlöndum.
B. Kynning á nefndarstörfum.
1. Hinn 26. maí 1965 var haldinn aukafundur í Læknafélagi Reykja-
víkur um framtíðarskipan læknisþjónustu á spítölum. Á fundinum
kom fram greinilegur áhugi á þessum málum, og var nefndinni falið
að halda áfram athugunum sínum.
2. Framsöguræður tveggja nefndarmanna birtust í ágústhefti
Læknablaðsins 1965.
3. Gögn nefndarinnar voru mjög notuð í samningaviðræðum
þeim, er læknar áttu við ríki og borg, eftir að aðstoðarlæknar sögðu
upp stöðum sínum haustið 1965 vegna óánægju með kjör, starfsaðstöðu
og skipulag spítalalæknisþjónustunnar.
Vegna vandkvæða þeirra, ,sem þá sköpuðust, skipaði heilbrigðis-
málaráðherra nefnd í málið um jólaleytið 1965. í þá nefnd voru skip-
aðir þeir Árni Björnsson frá Læknafélagi íslands og Jón Þorsteinsson
frá Læknafélagi Reykjavíkur. Þeir höfðu fullan aðgang að skjölum
nefndarinnar.
4. Á árinu 1966 var nefndinni auk þess falið af stjórn L. R. að
ræða við fulltrúa borgarráðs um framtíðarskipan læknisþjónustu á
Borgarspítalanum í Fossvogi, og hefur hún þegar setið allmarga fundi
með þeim.
II. ALMENN ATRIÐI
Nefndinni var ekki ætlað að gera tillögur um alla íslenzka spítala,
en skv. starfssvæði L. R. falla spítalarnir í Reykjavík, Hafnarfirði og
Keflavík undir nefndarálit þetta. Hvítabandinu og Farsóttahúsinu, er
munu verða lögð niður í náinni framtíð, er sleppt.
Læknisþjónusta á sjúkrahúsum getur verið með þrennu móti:
1. Sérfræðingar stundi eingöngu sjúklinga þar,
2. eingöngu heimilislæknar (General praktitioner),
3. hvort tveggja.
Allir þrír möguleikar geta verið æskilegir og fer eftir aðstæðum
á hverjum stað. Á hinn bóginn 'hljóta gæði vinnunnar að vera mest á
þeim spítölum, sem hafa eingöngu á að skipa sérfræðingum, og þangað
hljóta að veljast allar erfiðar sjúkdómsgreiningar og mikið veikt fólk.
Gæði vinnunnar fara þó ekki eingöngu eftir því, hvort sérfræðingar
vinna á spítölum, heldur líka eftir því, hvernig starfsaðstaða og tækja-
búnaður spítalans er.
Spítalar þeir, er nefndin fjallar um, eru mjög misjafnir, hvað
snertir starfskerfi, og er ekki unnt að sjá, að þeir hafi þróazt eftir
neinu ákveðnu skipulagi. Þannig var t. d. Hafnarfjarðarspítali að miklu
leyti heimilislæknaspítali, en á síðari árum hafa eingöngu sérfræð-
ingar starfað þar. Landakotsspítali hefur verið sambland af hvoru
tveggja. Þar voru lengi vel læknar, sem stunduðu bæði skurðlækn-
ingar og heimilislækningar. Á opinberu spítölunum hafa yfirlækn-