Læknablaðið - 01.02.1967, Síða 45
LÆKNABLAÐIÐ
15
sé á engan hátt hæfur til að teljast sérfræðingur í þeirri grein eftir
t. d. tíu ár.
Nefndin ætlar, að flestum læknum sé ljós sú öra þróun, .sem á sér
stað í læknisfræði, og að það er fullt starf að stunda og fylgjast með
nýjungum í sérgrein sinni eða undirsérgrein.
Nefndin vill benda á, að um margt er erfiðara að halda við sérfræði-
þekkingu hér á landi en víða annars staðar, og telur, að nær öllum ís-
lenzkum sérfræðingum sé það ljó.st. Bendir hún á nokkur atriði, sem
eiga þátt í þessu, án þess að hún ætli sér að rekja þau til hlítar. Þessi
atriði eru:
1. Fólksfæð.
2. Við núverandi starfsaðstöðu er lítill tími til lestrar.
3. Ekkert nothæft bóka- eða tímaritasafn er til í landinu, og því verða
læknar að eyða meira fé í bóka- og tímaritakaup en annars staðar
tíðkast.
4. Læknafundir eru fáir og efnisval fátæklegt.
5. Erfiðleikar eru á að sækja erlend læknaþing; beinn kostnaður við
ferðir og oft algjör tekjumissir á meðan og stundum kostnaður við
staðgengil.
6. Af sömu ástæðum eru erfiðleikar á nokkurra mánaða námsdvölum
á erlendum spítölum.
7. Sérfræðistörf hafa verið þannig launuð á undanförnum árum, að
sérfræðingar hafa orðið að sjá sér farborða með öðrum óskyldum
störfum og því stundað sérgrein sína sem aukastarf.
8. Léleg .starfsaðstaða; hörgull á sjúkrarúmum, skortur á rann-
.sóknarstofum og takmarkaður aðgangur að þeim.
Þó að sumt af því, sem hér hefur verið talið, stafi af sérstöðu þjóð-
arinnar, er margt, sem gera má til úrbóta, og telur nefndin, að það sé
hlutverk lækna og samtaka þeirra að berjast fyrir þeim.
Nefndin telur, að L. R. megi ekkert aðhafast, er gæti orðið til að
lækka staðal íslenzkra sérfræðinga, og við verðum að fallast á skil-
greiningu WHO, að sérfræðingur kallist sá, sem stundar eingöngu sér-J
grein sína. Hún vill hér enn fremur benda á skilgreiningu Platt Com-
mittee á „consultant“, en það er „sá, sem skipaður hefur verið af
sjúkrahúsyfirvöldum vegna hæfni, prófa, þjálfunar og reynslu. Honum
er ætlað að taka á sig ábyrgð á rannsókn og/eða meðferð á sjúklingum
í einu eða fleiri sjúkrahúsum og er óháður eftirliti annarra í læknis-
fræðilegu tilliti".
Næstum allir íslenzkir sérfræðingar hafa lokið framhaldsnámi á
erlendum spítölum, oft langtum fremri þeim, sem eru hér á landi.
Það er því skoðun nefndarinnar, að þeim sé að loknu slíku námi engu
síður treystandi til að rannsaka og stunda sjúklinga á eigin ábyrgð en
þeim sérfræðingum, .sem hér eru fyrir.
Þetta sjónarmið virðist ekki vera viðurkennt af heilbrigðisyfir-
völdum og yfirlæknum í píramíðakerfi okkar, því að nýjum sérfræð-
ingum er hér annaðhvort ekki hleypt inn á spítalana (enda þótt þar
vanti sérfræðing í þeirri grein, er um ræðir) eða þeir eru settir í
svokallaðar aðstoðarlæknisstöður, sem engin ábyrgð fylgir. Trygginga-