Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1967, Side 46

Læknablaðið - 01.02.1967, Side 46
16 LÆKNABLAÐIÐ kerfið hefur svo séð um, að þeir, sem eru ekki svo ,,heppnir“ að komast á spítala, hafa orðið að sjá fyrir sér með öðrum störfum. Það er skoðun nefndarinnar, að óhugsandi sé að skipa sérfræð- ingum í flokka, svo sem gert er í píramíðakerfi okkar, einn sérfræð- ingur yfir öðrum, sem sé yfir hinum þriðja, allt niður í 2. aðstoðar- lækni. Ekki getur stafað af öðru en ókunnugleika yfirlækna spítal- anna á því, hvernig nútímalæknisfræði er stunduð, ókunnugleika heil- brigðisyfirvaldanna og fjárhagslegum aðstæðum, að sá siður hefur þó haldizt á sumum íslenzkum spítölum. Hefur enda sýnt sig á síðustu árum, að .sérfræðingar, sem kynnzt hafa öðru, hafa gefizt upp á að vinna á islenzkum spítölum. Nefndin lítur svo á, að spítalaaðstaða sé nauðsynleg hverjum sér- fræðingi, sem stundar sjúklinga. Ástæðurnar eru margar, og skal hér bent á eftirfarandi: 1. Fagleg einangrun, sem sérfræðingar eiga nú við að búa utan spítala og ætti ekki að þurfa að lýsa nánar. 2. Fráleitt er, að sérfræðingur skuli þurfa að senda frá sér sjúkling, sem hann væri fullfær að annast um, ef hann hefði spítalaaðstöðu. 3. Eins og er, þarf utanspítalasérfræðingur oft að senda .slíkan sjúkling á spítala, þótt þar sé e. t. v. enginn sérfræðingur í þeirri grein, sem við á. 4. Samhengið í meðferð sjúkdómsins er rofið, enda er venjulega ekkert samband milli sérfræðinga utan spítala og innan, nema seint og síðar meir svokallað læknabréf. 5. Kunnátta sérfræðingsins er ekki nýtt. Er það auðvitað óafsakan- legt gagnvart sjúklingnum, ef spítalinn getur ekki boðið upp á a. m. k. jafngóða sérfræðiþjónustu. 6. Kunnátta sérfræðingsins er ekki nýtt fyrir marga aðra aðila, svo sem sérfræðinga spítalans, aðstoðarlækna og stúdenta, og rýrir það gæði læknisþjónustunnar á spítalanum í heild. 7. Sérfræðingur fær ekki eðlilegan vettvang til að sanna getu sína í starfi. Nefndin er því sammála um, að það beri að „opna“ spítalana fyrir starfandi sérfræðingum í bænum og allir þeir sérfræðingar, sem þess óska og eru til þess hæfir (moralskt og etiskt), eigi þess kost að stunda sjúklinga sína jafnt innan spítala sem utan. Nefndin er sammála uin, að þetta skref sé til hags sérfræðingum, sem nú eru ekki á spítala, sérfræðingum þeim, sem nú eru á spítölum, aðstoðarlæknunum, stúdent- unum, stofnununum sjálfum og — sem mestu máli skiptir — sjúkling- unum. Með þessu móti væri tryggt, að sjúklingurinn hefði aðgang að beztu læknisþjónustu, sem völ er á. Nefndin álítur, að einu aðilarnir, sem dómbærir eru um hæfni og vinnu sérfræðinga á spítölum, séu læknar spítalans sjálfir og það sé á valdi Iæknaráða spitalanna að kveða á um slíkt. Nefndin álítur, að stefna læknaráðanna eigi að vera sú að laða góða menn að spítölunum og veita aðhald þeim, sem kynnu að þurfa þess. Verður nánar um þetta rætt í sambandi við „lágmarkskröfur“. Sérfræðingar ættu að geta tengzt spítölunum á ýmsan hátt, svo sem ráðgefandi læknar (konsulent- ar, er stunda ekki sjúklinga), stundunarlæknar eða hvort tveggja. Ekk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.