Læknablaðið - 01.02.1967, Qupperneq 46
16
LÆKNABLAÐIÐ
kerfið hefur svo séð um, að þeir, sem eru ekki svo ,,heppnir“ að komast
á spítala, hafa orðið að sjá fyrir sér með öðrum störfum.
Það er skoðun nefndarinnar, að óhugsandi sé að skipa sérfræð-
ingum í flokka, svo sem gert er í píramíðakerfi okkar, einn sérfræð-
ingur yfir öðrum, sem sé yfir hinum þriðja, allt niður í 2. aðstoðar-
lækni. Ekki getur stafað af öðru en ókunnugleika yfirlækna spítal-
anna á því, hvernig nútímalæknisfræði er stunduð, ókunnugleika heil-
brigðisyfirvaldanna og fjárhagslegum aðstæðum, að sá siður hefur þó
haldizt á sumum íslenzkum spítölum. Hefur enda sýnt sig á síðustu
árum, að .sérfræðingar, sem kynnzt hafa öðru, hafa gefizt upp á að
vinna á islenzkum spítölum.
Nefndin lítur svo á, að spítalaaðstaða sé nauðsynleg hverjum sér-
fræðingi, sem stundar sjúklinga. Ástæðurnar eru margar, og skal hér
bent á eftirfarandi:
1. Fagleg einangrun, sem sérfræðingar eiga nú við að búa utan spítala
og ætti ekki að þurfa að lýsa nánar.
2. Fráleitt er, að sérfræðingur skuli þurfa að senda frá sér sjúkling,
sem hann væri fullfær að annast um, ef hann hefði spítalaaðstöðu.
3. Eins og er, þarf utanspítalasérfræðingur oft að senda .slíkan
sjúkling á spítala, þótt þar sé e. t. v. enginn sérfræðingur í þeirri
grein, sem við á.
4. Samhengið í meðferð sjúkdómsins er rofið, enda er venjulega
ekkert samband milli sérfræðinga utan spítala og innan, nema
seint og síðar meir svokallað læknabréf.
5. Kunnátta sérfræðingsins er ekki nýtt. Er það auðvitað óafsakan-
legt gagnvart sjúklingnum, ef spítalinn getur ekki boðið upp á
a. m. k. jafngóða sérfræðiþjónustu.
6. Kunnátta sérfræðingsins er ekki nýtt fyrir marga aðra aðila, svo
sem sérfræðinga spítalans, aðstoðarlækna og stúdenta, og rýrir
það gæði læknisþjónustunnar á spítalanum í heild.
7. Sérfræðingur fær ekki eðlilegan vettvang til að sanna getu sína
í starfi.
Nefndin er því sammála um, að það beri að „opna“ spítalana fyrir
starfandi sérfræðingum í bænum og allir þeir sérfræðingar, sem þess
óska og eru til þess hæfir (moralskt og etiskt), eigi þess kost að stunda
sjúklinga sína jafnt innan spítala sem utan. Nefndin er sammála
uin, að þetta skref sé til hags sérfræðingum, sem nú eru ekki á spítala,
sérfræðingum þeim, sem nú eru á spítölum, aðstoðarlæknunum, stúdent-
unum, stofnununum sjálfum og — sem mestu máli skiptir — sjúkling-
unum. Með þessu móti væri tryggt, að sjúklingurinn hefði aðgang að
beztu læknisþjónustu, sem völ er á.
Nefndin álítur, að einu aðilarnir, sem dómbærir eru um hæfni og
vinnu sérfræðinga á spítölum, séu læknar spítalans sjálfir og það sé
á valdi Iæknaráða spitalanna að kveða á um slíkt. Nefndin álítur, að
stefna læknaráðanna eigi að vera sú að laða góða menn að spítölunum
og veita aðhald þeim, sem kynnu að þurfa þess. Verður nánar um þetta
rætt í sambandi við „lágmarkskröfur“. Sérfræðingar ættu að geta
tengzt spítölunum á ýmsan hátt, svo sem ráðgefandi læknar (konsulent-
ar, er stunda ekki sjúklinga), stundunarlæknar eða hvort tveggja. Ekk-