Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1967, Page 47

Læknablaðið - 01.02.1967, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 17 ert er því til fyrirstöðu, að sami sérfræðingur stundi sjúklinga og/eða vinni sem ráðgefandi á fleiri en einum spítala, ef vinna hans bíður ekki hnekki við það að dómi læknaráðs. Augljóst er, að stundun sjúklinga á spítölum felur í sér mjög mikla bindingu fyrir sérfræðinginn, og er sú binding bæði fagleg og sið- ferðileg. Hann ber stöðuga ábyrgð á sjúklingi .sínum. Auðvitað getur hann þó um tíma vísað þeirri ábyrgð til annars sérfræðings, enda er t. d. tekið fram af Platt Committee, að tvo sérfræðinga í sömu grein þurfi a. m. k. á hvern spítala. Skyldur sérfræðinga eru þó fleiri en að stunda sjúkiinga. Þeir eiga sæti í læknaráði spítalans og sinna þeim störfum, sem þeir eru kjörnir til. Þá verða þeir að leggja sitt af mörkum til kennslu að- stoðarlækna og stúdenta og hjúkrunarliðs og vera reiðubúnir að nota viðfangsefni sín til þess. Enn fremur verða þeir að taka þátt í vöktum á móti öðrum læknum spítalans og vera ráðgefandi eftir þörfum. Lík- legt er því, að flestir sérfræðingar kjósi að starfa mest á einum spítala, a. m. k. að stundun sjúklinga. Vísast til „Minimal Standard“ og „lág- markskrafna“ um þessi atriði. Nefndin vill hér vísa á bug þeirri staðhæfingu, sem komið hefur fram, að of margir sérfræðingar séu á íslandi. Hún telur vera skort á sérfræðingum í landinu og að sá skortur sé miklu alvarlegri en menn geri sér ljóst. Dæmi þessu til sönnunar eru fjölmörg: 1. Skortur á svæfingarlæknum er geigvænlegur. Enginn svæfingar- læknir er á Landakoti og aðeins einn og hálfur á Landspítalanum, þar sem áætlaðir eru fjórir til fimm, einn á Hvítabandinu, og enginn svæfingarlæknir er ráðinn á Slysavarðstofuna. 2. Röntgenlækna vantar. Á Landakoti vinnur röntgenlæknir aðeins að hluta, og á Landspítalann og Borgarspítalann vantar marga röntgenlækna. 3. Fimm háls-, nef- og eyrnalæknar eiga að þjóna öllu landinu. Á Landspítalanum er aðeins einn slíkur í íhlaupum. 4. Ástandið er svipað í augnlækningum og hálslækningum. 5. Einn sýklafræðingur á að þjóna öllu landinu, og enginn læknir er í smitsjúkdómum, þótt slík deild eigi að heita rekin á Borgar- spítalanum. 6. Aðeins tveir taugalæknar eru í landinu. 7. Geðlæknaskorturinn hefur valdið stórvandræðum um árabil, bæði utan spitala og innan. Á Kleppsspítalanum eru einungis þrír geð- læknar starfandi með á þriðja hundrað sjúklinga. 8. Sérfræðinga vantar í ýmsum greinum lyflækninga og handlækn- inga, og .sjúklingar bíða vikum og mánuðum saman eftir því að komast að hjá slíkum læknum. 9. Á þeim spítölum, sem hafa sérfræðing í undirgrein, er sjaldnast nema um einn að ræða. Forfallist hann eða fari í leyfi, er enginn til að hlaupa í skarðið. 10. Á barnadeild og röntgendeild Landakotsspítala er einn læknir á hvorri og þar því nánast engin þjónusta, er þessir læknar for- fallast.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.