Læknablaðið - 01.02.1967, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ
17
ert er því til fyrirstöðu, að sami sérfræðingur stundi sjúklinga og/eða
vinni sem ráðgefandi á fleiri en einum spítala, ef vinna hans bíður
ekki hnekki við það að dómi læknaráðs.
Augljóst er, að stundun sjúklinga á spítölum felur í sér mjög mikla
bindingu fyrir sérfræðinginn, og er sú binding bæði fagleg og sið-
ferðileg. Hann ber stöðuga ábyrgð á sjúklingi .sínum. Auðvitað getur
hann þó um tíma vísað þeirri ábyrgð til annars sérfræðings, enda
er t. d. tekið fram af Platt Committee, að tvo sérfræðinga í sömu grein
þurfi a. m. k. á hvern spítala.
Skyldur sérfræðinga eru þó fleiri en að stunda sjúkiinga. Þeir
eiga sæti í læknaráði spítalans og sinna þeim störfum, sem þeir eru
kjörnir til. Þá verða þeir að leggja sitt af mörkum til kennslu að-
stoðarlækna og stúdenta og hjúkrunarliðs og vera reiðubúnir að nota
viðfangsefni sín til þess. Enn fremur verða þeir að taka þátt í vöktum
á móti öðrum læknum spítalans og vera ráðgefandi eftir þörfum. Lík-
legt er því, að flestir sérfræðingar kjósi að starfa mest á einum spítala,
a. m. k. að stundun sjúklinga. Vísast til „Minimal Standard“ og „lág-
markskrafna“ um þessi atriði.
Nefndin vill hér vísa á bug þeirri staðhæfingu, sem komið hefur
fram, að of margir sérfræðingar séu á íslandi. Hún telur vera skort
á sérfræðingum í landinu og að sá skortur sé miklu alvarlegri en menn
geri sér ljóst. Dæmi þessu til sönnunar eru fjölmörg:
1. Skortur á svæfingarlæknum er geigvænlegur. Enginn svæfingar-
læknir er á Landakoti og aðeins einn og hálfur á Landspítalanum,
þar sem áætlaðir eru fjórir til fimm, einn á Hvítabandinu, og
enginn svæfingarlæknir er ráðinn á Slysavarðstofuna.
2. Röntgenlækna vantar. Á Landakoti vinnur röntgenlæknir aðeins
að hluta, og á Landspítalann og Borgarspítalann vantar marga
röntgenlækna.
3. Fimm háls-, nef- og eyrnalæknar eiga að þjóna öllu landinu. Á
Landspítalanum er aðeins einn slíkur í íhlaupum.
4. Ástandið er svipað í augnlækningum og hálslækningum.
5. Einn sýklafræðingur á að þjóna öllu landinu, og enginn læknir
er í smitsjúkdómum, þótt slík deild eigi að heita rekin á Borgar-
spítalanum.
6. Aðeins tveir taugalæknar eru í landinu.
7. Geðlæknaskorturinn hefur valdið stórvandræðum um árabil, bæði
utan spitala og innan. Á Kleppsspítalanum eru einungis þrír geð-
læknar starfandi með á þriðja hundrað sjúklinga.
8. Sérfræðinga vantar í ýmsum greinum lyflækninga og handlækn-
inga, og .sjúklingar bíða vikum og mánuðum saman eftir því að
komast að hjá slíkum læknum.
9. Á þeim spítölum, sem hafa sérfræðing í undirgrein, er sjaldnast
nema um einn að ræða. Forfallist hann eða fari í leyfi, er enginn
til að hlaupa í skarðið.
10. Á barnadeild og röntgendeild Landakotsspítala er einn læknir á
hvorri og þar því nánast engin þjónusta, er þessir læknar for-
fallast.