Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1967, Side 48

Læknablaðið - 01.02.1967, Side 48
18 LÆKNABLAÐIÐ 11. Lungnaskurðlækningar liggja niðri hluta af árinu, og enginn getur gert að höfuðsly.sum hluta úr árinu. Þessi upptalning ætti að nægja. Þá hefur nefndin orðið vör við ótta sumra forráðamanna sjúkra- húsa um, að öngþveiti mundi skapast, ef læknum fjölgaði þar. Nefndin telur, að slíkur ótti sé ástæðulaus. Fjöldi íslenzkra sérfræðinga hefur unnið á amerískum spítölum, sem eru ,,opnir“, og hafa þeir ekki rekizt á neitt sambærilegt öngþveiti og er á spítölum hér nú. Nefndinni er kunnugt um 100—300 rúma sjúkra'hús vestra, þar sem tugir og jafnvel hundruð .sérfræðinga eru í tengslum við hvern, án þess að til nokk- urra vandræða komi. V. YFIRLÆKNAR Yfirlæknar eru sérfræðingar, og eins og aðrir sérfræðingar hafa þeir lokið tilskildu framhaldsnámi og hlotið viðurkenningu viðeigandi yfir- valda. Sumir þeirra hafa líka lokið viðbótarnámi í undirsérgrein. Eins og aðrir sérfræðingar hafa þeir á stundum birt ritgerðir og sumir hlotið nafnbót fyrir. Um þá gildir því hið sama og að framan hefur verið sagt um aðra sérfræðinga. Yfirlæknar eiga að vera færir um að taka á sig ábyrgð á stundun sjúklinga, og þeir eiga auðvitað að hafa aðstöðu til að stunda .sjúklinga sína á spítölum eins og aðrir sérfræðingar. í sjúkrahúsalögum nr. 54 frá 10. júlí 1964 segir svo í 4. gr.: Við hvert sjúkrahús eða stofnun, sem tekur sjúklinga til dvalar og lækninga, skal vera sér.stakur sjúkrahúslæknir eða yfirlæknir. Sjúkrahúslæknir eða yfirlæknir annast að jafnaði öll læknisstörf eða hefur yfirumsjón með öllum læknisstörfum við sjúkrahúsið. Hann hefur lækniseftirlit með rekstri sjúkrahússins, er til and- svara heilbrigðisyfirvöldum, stendur skil á skýrslum þeim, sem af sjúkrahúsinu kunna að verða heimtaðar, o. s. frv. Ef sjúkrahús er í fleiri en einni deild, skal sérstakur sjúkrahús- læknir eða yfirlæknir vera fyrir hverri deild. Nú er heimilað, að fleiri en einn læknir starfi sjálfstætt við eitt og sama sjúkrahús eða sjúkrahúsdeild, og skal þá engu síður vera sérstakur yfirlæknir við sjúkrahúsið eða deildina, og eins þó að sjúkrahúsið eða deildin sé opin fyrir alla lækna. Vafalaust geta menn lagt misjafnan skilning í þessi lög sem önnur. Hitt virðist þó ljóst, að allir þeir, sem nú eru yfirlæknar, eru það með samþykki heilbrigðismálaráðuneytisins og virðast því fullnægja þessum lögum. Yfirlæknum hér má skipta í tvo flokka: Yfirlækna við opinbera spítala (í svokölluðu píramíðakerfi) og yfirlækna einkaspítala. 1. Yfirlæknar opinberra spítala. Þeir eru á hverjum tíma valdir vegna þeirra verðleika, er þeir hafa fram yfir þá, er á móti þeim sækja. Ekki er nefndinni kunnugt um í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.