Læknablaðið - 01.02.1967, Síða 48
18
LÆKNABLAÐIÐ
11. Lungnaskurðlækningar liggja niðri hluta af árinu, og enginn getur
gert að höfuðsly.sum hluta úr árinu.
Þessi upptalning ætti að nægja.
Þá hefur nefndin orðið vör við ótta sumra forráðamanna sjúkra-
húsa um, að öngþveiti mundi skapast, ef læknum fjölgaði þar. Nefndin
telur, að slíkur ótti sé ástæðulaus. Fjöldi íslenzkra sérfræðinga hefur
unnið á amerískum spítölum, sem eru ,,opnir“, og hafa þeir ekki rekizt
á neitt sambærilegt öngþveiti og er á spítölum hér nú. Nefndinni er
kunnugt um 100—300 rúma sjúkra'hús vestra, þar sem tugir og jafnvel
hundruð .sérfræðinga eru í tengslum við hvern, án þess að til nokk-
urra vandræða komi.
V. YFIRLÆKNAR
Yfirlæknar eru sérfræðingar, og eins og aðrir sérfræðingar hafa þeir
lokið tilskildu framhaldsnámi og hlotið viðurkenningu viðeigandi yfir-
valda. Sumir þeirra hafa líka lokið viðbótarnámi í undirsérgrein. Eins
og aðrir sérfræðingar hafa þeir á stundum birt ritgerðir og sumir hlotið
nafnbót fyrir. Um þá gildir því hið sama og að framan hefur verið
sagt um aðra sérfræðinga.
Yfirlæknar eiga að vera færir um að taka á sig ábyrgð á stundun
sjúklinga, og þeir eiga auðvitað að hafa aðstöðu til að stunda .sjúklinga
sína á spítölum eins og aðrir sérfræðingar.
í sjúkrahúsalögum nr. 54 frá 10. júlí 1964 segir svo í 4. gr.:
Við hvert sjúkrahús eða stofnun, sem tekur sjúklinga til dvalar
og lækninga, skal vera sér.stakur sjúkrahúslæknir eða yfirlæknir.
Sjúkrahúslæknir eða yfirlæknir annast að jafnaði öll læknisstörf
eða hefur yfirumsjón með öllum læknisstörfum við sjúkrahúsið.
Hann hefur lækniseftirlit með rekstri sjúkrahússins, er til and-
svara heilbrigðisyfirvöldum, stendur skil á skýrslum þeim, sem
af sjúkrahúsinu kunna að verða heimtaðar, o. s. frv.
Ef sjúkrahús er í fleiri en einni deild, skal sérstakur sjúkrahús-
læknir eða yfirlæknir vera fyrir hverri deild.
Nú er heimilað, að fleiri en einn læknir starfi sjálfstætt við eitt
og sama sjúkrahús eða sjúkrahúsdeild, og skal þá engu síður vera
sérstakur yfirlæknir við sjúkrahúsið eða deildina, og eins þó að
sjúkrahúsið eða deildin sé opin fyrir alla lækna.
Vafalaust geta menn lagt misjafnan skilning í þessi lög sem önnur.
Hitt virðist þó ljóst, að allir þeir, sem nú eru yfirlæknar, eru það með
samþykki heilbrigðismálaráðuneytisins og virðast því fullnægja þessum
lögum.
Yfirlæknum hér má skipta í tvo flokka: Yfirlækna við opinbera
spítala (í svokölluðu píramíðakerfi) og yfirlækna einkaspítala.
1. Yfirlæknar opinberra spítala.
Þeir eru á hverjum tíma valdir vegna þeirra verðleika, er þeir hafa
fram yfir þá, er á móti þeim sækja. Ekki er nefndinni kunnugt um í