Læknablaðið - 01.02.1967, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ
27
Á Borgarspítalann eru kallaðir til eftir þörfum sérfræðingar utan
spítalans í öðrum greinum læknisfræðinnar, svo sem í HNE-sjúkdóm-
um, kvensjúkdómum, geðsjúkdómum og taugasjúkdómum. Algjör und-
antekning mun vera, að kallaðir hafi verið til ráða sérfræðingar í
undirgreinum lyflæknisfræðinnar.
Á spítalanum hafa frá upphafi verið vistuð börn og hann jafnvel
haft neyðarvakt fyrir börn til móts við aðra spítala, án þess að þar
hafi nokkurn tíma verið fastur ráðgefandi eða starfandi barnalæknir.
Læknar bæjarins sækja um vist á spítalanum fyrir sjúklinga sina.
Þar eru þeir rannsakaðir og stundaðir af öllum læknum spítalans eftir
fyrirmælum og á ábyrgð yfirlæknis.
Árið 1966 tók til starfa röntgendeild á nýja Borgarspitalanum í
Fossvogi. Starfa þar tveir sérfræðingar og einn aðstoðarlæknir. Til
þess tíma voru engar röntgenmyndir teknar í Heilsuverndarstöðinni,
nema lungnamyndir voru teknar á Berklavarnarstöð Heilsuverndar-
stöðvarinnar.
Yfir rannsóknarstofu Borgarspítalans er yfirlæknir, sem er sér-
fræðingur í þeirri grein. Svo sem segir í athugasemdum um Landspítal-
ann, er ófullnægjandi, að einn sérfræðingur sé á deild.
Eins og sjá má af þessu, hefur sú þjónusta, sem veitt hefur verið,
verið allsendis ófullnægjandi, og telur nefndin alvarlegt mál, ef sú
.starfsskipan og þjónusta verður höfð að fyrirmynd fyrir hinn nýja
Borgarspítala í Fossvogi.
Siðan slysamóttöku var hætt á Landspítalanum og Slysavarð-
stofan í Heilsuverndarstöðinni var sett á .stofn, hefur hún verið í
fremstu víglínu við móttöku slysa og bráðra sjúkdómstilfella í
Reykjavik og nágrenni. Þangað hafa komið fyrst bæði smá og stór
slys, en auk þess ýmis bráð sjúkdómstilfelli, svo sem hjarta- og lungna-
blóðtappi, eitranir, drukknanir o. s. frv.
Starfslið Slysavarðstofunnar hefur lengst af verið tveir sérfræð-
ingar; annar sérfræðingur í bæklunarsjúkdómum (ortoped), hinn al-
mennur skurðlæknir; einn aðstoðarlæknir og þrír til fjórir kandidatar.
Sérfræðingar hafa lengstum unnið önnur læknastörf með starfi sínu á
Slysavarðstofunni. Segja má því, að starfsemin hafi að verulegu leyti
hvílt á kandídötunum, en starfstími þeirra er tveir mánuðir.
Slysavarðstofan hefur engan aðgang að svæfingarlækni, engan
aðgang að röntgenlækni, og hvorki sérfræðingur í háls-, nef- og eyrna-
sjúkdómum né augnsjúkdómalæknir hefur verið tengdur stofnuninni.
Þarna hefur ekki verið nein aðstaða til endurvakninga sjúklinga
úr dauðadái og engin aðstaða til að athuga sjúklinga nákvæmlega.
í sumum tilvikum hefur því flutningur sjúklinga á Slysavarðstofuna
orðið til að tefja fyrir meðferð.
Að.sókn að Slysavarðstofu hefur farið ört vaxandi á síðari árum,
en aðstaðan hefur ekki breytzt neitt. Þó má segja, að starfslið hennar
hafi leyst meginvanda mjög vel, miðað við aðstæður.
F. Landakotsspítali: Spítalinn var opnaður árið 1902. St. Jósefs-
systur eiga spítalann og reka hann. Yfirlæknir spítalans er valinn af
systrunum og er ólaunaður.