Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1967, Síða 59

Læknablaðið - 01.02.1967, Síða 59
LÆKNABLAÐIÐ 27 Á Borgarspítalann eru kallaðir til eftir þörfum sérfræðingar utan spítalans í öðrum greinum læknisfræðinnar, svo sem í HNE-sjúkdóm- um, kvensjúkdómum, geðsjúkdómum og taugasjúkdómum. Algjör und- antekning mun vera, að kallaðir hafi verið til ráða sérfræðingar í undirgreinum lyflæknisfræðinnar. Á spítalanum hafa frá upphafi verið vistuð börn og hann jafnvel haft neyðarvakt fyrir börn til móts við aðra spítala, án þess að þar hafi nokkurn tíma verið fastur ráðgefandi eða starfandi barnalæknir. Læknar bæjarins sækja um vist á spítalanum fyrir sjúklinga sina. Þar eru þeir rannsakaðir og stundaðir af öllum læknum spítalans eftir fyrirmælum og á ábyrgð yfirlæknis. Árið 1966 tók til starfa röntgendeild á nýja Borgarspitalanum í Fossvogi. Starfa þar tveir sérfræðingar og einn aðstoðarlæknir. Til þess tíma voru engar röntgenmyndir teknar í Heilsuverndarstöðinni, nema lungnamyndir voru teknar á Berklavarnarstöð Heilsuverndar- stöðvarinnar. Yfir rannsóknarstofu Borgarspítalans er yfirlæknir, sem er sér- fræðingur í þeirri grein. Svo sem segir í athugasemdum um Landspítal- ann, er ófullnægjandi, að einn sérfræðingur sé á deild. Eins og sjá má af þessu, hefur sú þjónusta, sem veitt hefur verið, verið allsendis ófullnægjandi, og telur nefndin alvarlegt mál, ef sú .starfsskipan og þjónusta verður höfð að fyrirmynd fyrir hinn nýja Borgarspítala í Fossvogi. Siðan slysamóttöku var hætt á Landspítalanum og Slysavarð- stofan í Heilsuverndarstöðinni var sett á .stofn, hefur hún verið í fremstu víglínu við móttöku slysa og bráðra sjúkdómstilfella í Reykjavik og nágrenni. Þangað hafa komið fyrst bæði smá og stór slys, en auk þess ýmis bráð sjúkdómstilfelli, svo sem hjarta- og lungna- blóðtappi, eitranir, drukknanir o. s. frv. Starfslið Slysavarðstofunnar hefur lengst af verið tveir sérfræð- ingar; annar sérfræðingur í bæklunarsjúkdómum (ortoped), hinn al- mennur skurðlæknir; einn aðstoðarlæknir og þrír til fjórir kandidatar. Sérfræðingar hafa lengstum unnið önnur læknastörf með starfi sínu á Slysavarðstofunni. Segja má því, að starfsemin hafi að verulegu leyti hvílt á kandídötunum, en starfstími þeirra er tveir mánuðir. Slysavarðstofan hefur engan aðgang að svæfingarlækni, engan aðgang að röntgenlækni, og hvorki sérfræðingur í háls-, nef- og eyrna- sjúkdómum né augnsjúkdómalæknir hefur verið tengdur stofnuninni. Þarna hefur ekki verið nein aðstaða til endurvakninga sjúklinga úr dauðadái og engin aðstaða til að athuga sjúklinga nákvæmlega. í sumum tilvikum hefur því flutningur sjúklinga á Slysavarðstofuna orðið til að tefja fyrir meðferð. Að.sókn að Slysavarðstofu hefur farið ört vaxandi á síðari árum, en aðstaðan hefur ekki breytzt neitt. Þó má segja, að starfslið hennar hafi leyst meginvanda mjög vel, miðað við aðstæður. F. Landakotsspítali: Spítalinn var opnaður árið 1902. St. Jósefs- systur eiga spítalann og reka hann. Yfirlæknir spítalans er valinn af systrunum og er ólaunaður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.