Læknablaðið - 01.02.1967, Page 60
28
LÆKNABLAÐIÐ
Árið 1965 var tekin upp deildaskipting og þá valdir þrír nýir
yfirlæknar (sjá kafla um yfirlækna). Til viðþótar má nefna, að þessir
yfirlæknar eru ólaunaðir, og þeir munu ekki hafa sótt um eða verið
boðin upptaka í svokallað „Yfirlæknafélag“.
Þrátt fyrir þessa deildaskiptingu er spítalinn ,,blandaður“ og skipt-
ingin ekki eins ströng og á opinberum spítölum. Rúmatala hverrar
deildar er breytileg (að undantekinni barnadeild), og samvinna milli
deilda hefur verið veruleg.
Á spítalanum starfa nú 18 læknar: þrír lyflæknar (og er einn
þeirra meltingarsérfræðingur og annar hormónasérfræðingur), tveir
bæklunarsérfræðingar, þrír skurðlæknar, einn þvagfærasérfræðingur,
einn taugalæknir, einn barnalæknir, einn röntgenlæknir, þrír augn-
læknar, tveir hálslæknar og einn eingöngu heimilislæknir. Af þessum
læknum eru fimm, sem stunda eingöngu sérgrein sína; hinir stunda
jafnframt heimilislækningar fyrir S. R. Kandídatar og/eða aðstoðar-
læknar eru sex. Ráðgefandi læknar eru í blóðmeinafræði, geðlækningum
og húðsjúkdómum.
Allir læknarnir stunda jafnframt sjúklinga utan spítala, og leggja
þeir sjálfir inn sjúklinga sína (að undanteknum sjúklingum, sem lagðir
eru inn á neyðarvakt). Sjúklingarnir hafa því á spítalanum ákveð-
inn lækni (í mörgum tilfellum þann, sem stundar þá utan spítala) og
eru á hans ábyrgð. Yfirlæknarnir bera eingöngu faglega ábyrgð á
sínum eigin sjúklingum.
Þrátt fyrir það að kerfi þessa sjúkrahúss fullnægir mörgu því, sem
nefndin telur æskilegt, er þar þó mörgu ábótavant auk þes,s, sem áður er
nefnt. Þannig er þar ekkert starfhæft læknaráð og engar lágmarks-
kröfur. Á þessu sjúkrahúsi (eins og hinum) er því engin trygging fyrir
sjúklinginn, að það geti séð fyrir þeirri þjónustu, sem það tekur að
sér, og verður slíkt að fara eftir hæfileikum og samvizkusemi hvers
læknis hverju sinni.
Svo sem sjá má, er mjög mikill munur á fjölda lækna á þessum
spítala og t. d. á Landspítalanum, sem er sambærilegur að stærð.
Nefndin getur fallizt á, að vinna lækna á Landakoti nýtist að sumu
leyti betur en á öðrum spítölum, vegna þess að þeir stunda sína eigin
sjúklinga og samhengið í stunduninni er ekki rofið.
Lengi vel var Landakotsspítali opinn öllum starfandi læknum í
Reykjavík, en í mjög mörg ár hefur hann verið lokaður fyrir læknum
nema í undantekningatilfellum. Orsökin er sú, að meiri hluti lækna
spítalans með yfirlækni í broddi fylkingar hefur viljað vernda starfs-
aðstöðu sína. Það liggur í hlutarins eðli, að slíkt fyrirkomulag býður
upp á stöðnun. Afstaða þessara lækna er í þessu tilliti nákvæmlega hin
sama og yfirlækna opinberra spítala.
Fjölmarga lækna vantar að spítalanum, og hafa yngri læknar
spítalans gert tillögur um úrbætur. Á spítalann vantar alveg svæfinga-
lækna og rannsóknarstofulækna. Þegar hefur verið minnzt á barna- og
röntgenlækna.
Á síðasta ári hefur ekki verið unnt að framkvæma vissar meiri
háttar skurðaðgerðir á spítalanum. Landakotsspítali tekur svokallaðar
beinbrotavaktif til móts við Landspítalann. Komið hefur fyrir, að