Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1967, Side 66

Læknablaðið - 01.02.1967, Side 66
34 LÆKNABLAÐIÐ við slíkt ástand og horfið úr landi — margir til Bandaríkjanna. Þar hafa þeir átt kost á vellaunuðum störfum, góðri starfs- aðstöðu og samvinnu við aðra sérfræðinga á jafnræðisgrund- velli. Fullyrt er, að gallar í skipan læknaliðs á brezkum sjúkra- húsum sé veigamikil orsök að flótta yngri lækna frá Bret- landi. f) Bandaríkin: Þar er áherzla lögð á eftirfarandi: 1. réttindi sjúklings til að velja sér lækni utan spítala og innan, 2. réttindi hans til að njóta beztu læknishjálpar, sem völ er á, 3. afleiðinguna á því, sem er hópsamvinna lækna, „team-work“ og ,,consultations“-skylda, 4. „Minimal Standard", sem sjúkrahúsum hefur verið settur af læknafélögunum og stjórnendum spítalanna, 5. lausráðningu sérfræðinga, 6. val yfirlæknis af spítalalæknunum og stjórn spítalans — og gjarnan tímabundið, 7. læknaráð, 8. hversu nær óhugsandi er, að sérfræðingur hafi ekki aðgang að spítala. í „Minimal Standard“ (fylgirit) er rætt nánar um flest þessi atriði. Læknaliði spítalanna er skipt í þrjá aðalflokka: 1. Aðstoðarlæknar (Residents, Interns), sem eru við nám. 2. „Aktivt staff“, þ. e. þeir, sem stunda sjúklinginn og mynda kjarnann 'í starfsemi .spítalans. Á sjúkrahúsum, svipuðum og nefndinni er ætlað að fjalla um, mundu þessir læknar vera sér- fræðingar. Þeir gætu eftir atvikum starfað á einum spítala eða mörgum, og þeir bera ábyrgð á sjúklingum sínum. 3. Consultants. — Sérfræðingar, sem eru ráðgefandi á einu sjúkra- húsi eða fleirum, en stunda ekki sjúklinga, nema þeir séu jafn- framt á „aktiv staffi“. HELZTIi IMIÐLRSTÖÐLR 1. Píramíðakerfið á opinberu sjúkrahúsunum er orðið úrelt. í stað þess verða að koma sérfræðingakerfi. 2. Sjúkrahúsin verður að opna fyrir öllum læknum. 3. íslenzkum sjúkrahúsum verður að setja lágmarksstaðal. 4. Læknalið hvers sjúkrahúss skal mynda læknaráð, sem ábyrgist læknisþjónustuna á sjúkrahúsunum. 5. Læknasamtökin sjálf veiti sérfræðiviðurkenningu. 6. Sjúkrahúsin í Reykjavík og sérfræðinga ber að nýta betur til læknakennslu. 7. Sjúkrahúsin verða að hafa skipulagða áætlun um kennslu að- stoðarlækna. 8. Ákveða verður, hvaða þjónustu hverju sjúkrahúsi er framvegis ætlað að veita. 9. Sjá þarf fyrir fjárframlögum til vísindaiðkana. Þessar niðurstöður og fleiri eru auðkenndar með dökku letri i nefndarálitinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.