Læknablaðið - 01.02.1967, Page 70
38
LÆKNABLAÐIÐ
á sjúkrahúsinu eða séð fyrir auðveldum aðgangi að
henni. — Efnafræðilegar og lífefnafræðilegar, blóð-
meina- og blóðvatnsrannsóknir og smásjárskoðun.
2. Þessi þjónusta verður að vera tiltæk allan sólarhring-
inn.
3. Nægilegt starfslið verður að vera til að framkvæma
og hafa eftirlit með þessum rannsóknum.
4. „Rútínu“-rannsóknir eru ákveðnar af starfandi lækn-
um sjúkrahússins. Að minnsta kosti skal gera þvag-
rannsókn og hæmoglobin- eða hæmatocrit-mælingu á
hverjum sjúklingi, sem vistast á sjúkrahúsinu.
5. Undirritaðar umsagnir um rannsóknir og niðurstöður
rannsókna skulu liggja í sjúkraskrá hlutaðeigandi
sjúklings og afrit á vísum stað í rannsóknarstofunni.
b) Meinafrœði:
1. Sjúkrahúsið verður að eiga ótakmarkaðan aðgang að
meinafræðingi og meinafræðiþjónustu.
2. Öll vefjasýni ber að senda til meinafræðiskoðunar.
3. Undirrituð skýrsla um vefjaskoðun skal liggja í sjúkra-
skrá hlutaðeigandi sjúklings og afrit á vísum stað í
meinafræðistofunni.
c) Sýklafrœði:
1. Sjúkrahúsið verður að eiga ótakmarkaðan aðgang að
•sýklafræðingi og sýklafræðiþjónustu allan sólarhring-
inn.
2. Starfandi læknum sjúkrahússins ber að leita ráða
sýklafræðings í öllum torleystum sýkingatilfellum og
þegar vafi leikur á um beztu meðferð og sérstaklega
sé um ,,spítalainfektion“ að ræða (staphylococca).
d) Blóðbanki og blóðgjafir:
1. Blóðbanki skal vera undir stjórn sérmenntaðs læknis.
2. Sjúkrahúsið verður að eiga aðgang að blóðbankaþjón-
ustu allan sólarhringinn.
3. Blóðbankinn verður að búa við beztu skilyrði til að
taka og geyma blóð og hafa nægilegt .starfslið til að
framkvæma og hafa eftirlit með blóðbankaþjónustunni.
4. Nákvæmt eftirlit verður að vera við blóðgjafir og
nákvæm skýrslugerð.
e) Um vaktir á rannsóknarstofum:
Allar rannsóknarstofur skulu hafa bæði lækni og meina-
tækni á vakt allan sólarhringinn.
f) Um störf rannsóknarstofulœkna:
Sérfræðingar bera ábyrgð á öllum rannsóknum í þágu
■sjúklings, og ber þeim að undirrita niðurstöður þær, sem
senda á lækni hlutaðeigandi sjúklings, innan sólarhrings,
frá því að rannsókn lauk.
5. Röntgendeild:
a) Deildin verður að fullnægja þörfum sjúkrahússins og
verður fyrst og fremst að vera sniðin eftir þörfum þess.