Læknablaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 83
LÆKNABLAÐIÐ
49
Kostir þessara umbúða eru:
1. Það er mjög fljótlegt að leggja þær á.
2. Það að leggja þær á veldur mjög litlum sársauka og þær festast lítið
sem ekkert í sárinu, séu þær ekki hafðar á nema 24 klst.
3. Þær verja sjúklinginn fyrir hnjaski, meðan á flutningi stendur og
draga úr sýkingarhættu.
4. Auðvelt er að laga þær til eftir þörfum hvers sjúklings.
Fleiri kosti mætti telja, svo sem, að umbúðir þessar haldast örugg-
lega dauðhreinsaðar, séu pokarnir utan um þær ekki opnaðir, og
haldast þannig endalaust, án þess að vanda þurfi til geymslu, og þurfa
lítið geymslurúm. Umbúðirnar eru ekki vatns- eða loftþéttar og hindra
því ekki útgufun. Hægt er að fjarlægja þær á nokkrum sekúndum án
þess að valda sársauka, en það sparar gjöf deyfilyfja.
Þeir kostir, sem hér hafa verið taldir, sýna, að umbúðir þessar hafa
sérlega mikið notagildi, ef um fjöldaslys er að ræða, og geta þá leik-
menn auðveldlega lagt þær á.
Notkun þeirra kemur ekki í veg fyrir, að opin meðferð á bruna-
sárum sé notuð, er þær hafa verið fjarlægðar og þær veita sjúklingi
beztu vernd gegn hnjaski á leið til .sjúkrahúss.
Notkun þessara umbúða kemur að sjálfsögðu ekki í stað annarrar
fyrstu hjálpar, svo sem lostmeðferðar og kælingar, þar sem henni
verður við komið.
Brunaumbúðir þær, sem hér um ræðir, eru framleiddar hjá Price
Bros & Co. Ltd., Wellington, Somerset, Englandi, og má panta þær hjá
Innkaupastofnun rikisins.
Heimildir:
J. Khan (1963): J. Roy Army Med. Cps. 109/4.
A. J. Evans (1965): Transactions of the Second Internat.
Congress on Research in Burns.
Lund lágmælt,
ÞIJNGLVIMDI lagði stein á Ijósan veginn. Áning ekki i auðn fjalla eg eggði.
Tóm, timi, Bið beizk,
tregi. rúm, bitur leiði
tók sál mína. i barmi þungum,
Varla var, þröng þjáning.
eða vissi, þakklát von,
vesælt hjarla mitt. er þreyta mín.
bhst.