Læknablaðið - 01.04.1969, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ
51
Lega dacron-æðabótarinnar.
voru og vaxandi verkir í baki, sem geisluðu fram í epigastrium,
og þoldi sjúklingurinn illa að beygja sig fram. \rið skoðun á kvið
var ekkert að finna, en á fótum voru töluverð einkenni um ófull-
nægjandi blóðrás til þeirra.
Mvndataka af meginæð með skuggaefni leiddi svo i ljós a. a. a.
um fimm cm í þvermál, og var óvænt að finna það. Þrengsli voru
í bifurcatio aortae og svo í slagæðum á ganglimum.
Hinn 16. júlí 1967 var svo gert brottnám á aneurysma aortae
og sympatectomia lumb. dxt. Farið var inn með miðlínuskurði
frá bringubeinsenda og niður að Iífbeini, skina (peritoneum) opnuð
yfir meginæð upp fyrir art.renalis; art. mesenterica inf. tekin
sundur, enda loluið af æðakölkun. Tveir hnútar voru á meginæð
og náði sá efri upp undir art.renalis. Var vena renalis sin. ýtt
upp og farið með bendil og töng kringum meginæð. Við þetta
kom tvisvar gat á vena cava, en vel tókst í bæði skiptin að sauma
fvrir þau með silki. Losað var um báðar art. iliaca, og síðan var
blóðrás stöðvuð ofan og neðan frá með töngum; art. iliaca teknar
sundur og ósæðarbnútunum lyft upp, bundið fyrir art. lumbalis
jafnóðum og komið var að þeim; meginæð síðan tekin sundur,
en þar sauinuð við dacron-gerviæð, sem er l(i mm í þvermál;
hreinsað æðaþel (intima) úr endum arl.iliaca. Síðan var annar