Læknablaðið - 01.04.1969, Blaðsíða 54
62
LÆKNABLAÐIÐ
ræktaðist einungis frá fiinm sjúklingum, seni voru allir úr sömu
fjölskyldu. Líkurnar fyrir því eru þó allmiklar: Engin önnur
veira ræktaðist úr sendum sýnum né heldur fundust hækkandi
mótefni gegn öðrum veirum. Klínisk einkenni sóttarinnar voru
á þann veg, að langlíklegast er, að um sams konar sýkingu hafi
verið að ræða í öllum tilfellunum. Einstök (sporadisk) tilfelli eru
fálíð af völdum þessarar veiru, og hún ræktast sjaldan úr hægðum
heilbrigðra.
Eins og fram kemur á 1. mynd, virðast þau hörn á Hvamms-
langa, sem fædd eru eftir 1960, liai'a verið næmari fvrir sóttinni
en eldri börn. I júli 1960 eru skráð þrjú hvotsóttartilfelli í
Hvammstangahéraði, en engin næstu ár á undan og eftir.5 Yaknar
því spurning, hvort Coxsackie Bs faraldur liafi ekki verið á ferð-
inni í héraðinu 1960 og börn eldri en sex ára I)úið að mótefnum
frá honum.
Sjúkdómurinn er yfirleitt ekki greindur klíniskt nema fleiðru-
tak (pleurodynia) sé til staðar, en eins og fyrr segir, er það ein-
kenni fátítt í sumum faröldrum. Gæti því veiran liafa farið um
héraðið án þess að um sé getið að marki í farsóttarskýrslum.1 *)
Fróðlegt hefði verið að gera nákvæma athugun á sóttinni þar,
sem hún hyrjaði, því að hún virtist talsvert þvngri og taka fleiri
fyrst í stað en þegar hún barst til Hvammstanga. Til dæmis var
fleiðrutak tíðara í bvrjun, og áætlum við, að þess hafi gætt í
20—30% tilfella í Bæjarhreppi.
Þessi faraldur virðist hafa verið óvenjulegur að ýmsu leyti:
1) Janúar er ekki mánuður Coxsackie B. Hvotsótt er síðsumar-
og haustsótt.
2) Einkenni frá loftvegum voru algengari en lýst er í kennslu-
hókum.3' 7
3) Alvarleg sjúkdómstilfelli (fylgikvillar) voru mörg miðað við
íhúafjölda héraðsins (1643).
Agrip
Skýrt er frá veirufaraldri, sem gekk í Hvammstangahéraði í
janúar 1966. Athuganir bentu til, að um Coxsackie B5 faraldur
væri að ræða. Lýst er könnun á einkennum, tíðni og aldursdreif-
1) Faraldurinn, sem hér er lýst, er skráður í farsóttarskýrslum
ýmist sem angina tonsillaris, bronchitis, gastroenteritis eða pneumonia
eftir því, hvaða einkenni voru mest áberandi. Fullnaðargreining fékkst
ekki, fyrr en farsóttarskýrslur voru komnar í umsjá landlæknis.