Læknablaðið - 01.04.1969, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ
59
heilbrigðisskýrslum (efst á myndinni). Talan ofan við strikið
táknar f jölda skráðra tilfella í Hvammstangahéraði, en talan neðan
við strikið táknar fjöldann í öllu landinu.
Sjúkdómseinkenni
Eins og sést af III. töflu, har mest á slappleika, hósta, nef-
rennsli, hálsbólgu og höfuðverk. Einnig var berkjubólga alllíð,
og augnslímhimnubólgu fékk nálega þriðjungur þeirra, sem veikt-
ust. Ljósfælnir voru 15, og þrjú börn fengu lungnabólgueinkenni.
Sennilega hefur væg lungnabólga verið algengari en fram kemur
i töflunum, þar eð einkenni (berkjuöndun og slímhljóð) stóðu
slutt. Sama máli gegnir um berkjuhólgu, sem var greind, ef ronchi
heyrðust við lilustun.
Aðeins sjö fengu fleiðrutak (pleurodynia), en þess ber að geta,
að faraldurinn var orðinn vægari, þegar hann barst til Hvainms-
tanga.
í upphafi faraldursins, þ. e. vestan Hrútafjarðar, var hiti yfirleitt
hærri og fleiðrutak tíðari kvörtun.
Greining
Þegar sóttin byrjaði í Hrútafirðinum, vaknaði fljótlega grunur
um, að Coxsackie B veira væri á ferðinni, einmitt vegna þess, hve
fleiðrutak var algengt.
Nokkru eftir að faraldurinn hófst, fékk tilraunastöðin að Keld-
um nokkur sýni til veirugreiningar. Voru tekin saursýni og/eða
hálsskolvötn á 1. til 5. sjúkdómsdegi og einnig hlóð til mótefna-
mælinga, hæði frá fólki á Hvammstanga og víðar í héraðinu.
Coxsackie B5 veira ræktaðist frá fimm sjúklingum af sama hæ.
Hækkandi mótefni gegn sömu veiru fundust hjá tveim öðrum
sjúklingum í afturbata, en það voru einu sjúklingarnir, sem
samanburðarþynning (titer) var mæld hjá. Aðrar veirur ræktuð-
ust ekki í neinu sýnanna, og hækkandi mótefni gegn öðrum sótt-
kveikjum fundust elcki.
Alvarleg sjúkdómseinkenni
í þessum faraldri sáum við sjúklinga með mvocarditis, pericar-
ditis, encephalilis og pneumonia. Fer hér á eftir stutt lýsing á
þessum tilfellum.
1. G. J. S, 65 ára. Pleuro-pericarditis.
Slæmur af A. R. í mörg ár; fékk skyndilega takverk undir
bringubein, og núningshljóð heyrðust frá gollurshúsi; fékk