Læknablaðið - 01.04.1969, Blaðsíða 38
50
LÆKNABLAÐIÐ
Hinn brottnumdi ósæðarhluti.
kviðarhol hefur verið opnað, er farið með hönd upp að þind og
þrýst þar á meginæð upp að hryggsúlu, þar til hlóðþrýstingur er
orðinn að minsta kosti 100 mm Hg. Síðan er losað um meginæð
fyrir ofan ósæðarhnútinn og sett töng þar á. Er þá hægt að sleppa
blóðrás aftur á æðarnar til innýflanna. Síðan fer aðgerðin fram,
eins og hnúturinn hefði ekki verið sprunginn.
Á Sjúkrahúsi Akraness liöfum við haft einn sjúkling með a. a. a.
á síðastliðnu ári. Var ósæðarhnúturinn numinn hrott og sett
dacron-gerviæð í staðinn. Sjúklingurinn er 58 ára gömul kona,
sem fimm árum áður hafði verið hér vegna æðakölkunar og ein-
kenna frá vinstra l'æti. Var þá gerð sympatectomia lumbalis sin.
með allgóðum árangri í fyrstu, þannig, að sjúklingurinn gat tekið
upp sitt fyrra starf og smáfleiður á tá og jarka greru strax.
Dreifðar æðakölkunarhreytingar voru á slagæðum til vinstra gang-
lims, en livergi alveg lokað og ekki talið ráðlegt að gera neitt
frekar við æðarnar.
Árið 1965 fékk sjúklingurinn tvisvar hráða æðasegabólgu
(thromhoplilebitis), sitt skiptið i hvorn fót. Var þá sett á sega-
vörn, og var sjúklingurinn á henni í tvö ár með ágætum árangri.
Hann hætti í maí 1967 og fór þá versnandi í fótum með vaxandi
helti (claudicatio), og er hægri fótur nú verri en hinn vinstri. Þá