Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1969, Side 40

Læknablaðið - 01.04.1969, Side 40
LÆKNABLAÐIÐ 52 neðri endinn saumaður við art. iliaca og blóðstraum hleypt á hægri ganglim og að lokum á sama hátt við vinstri art. iliaea. Lítið hlæddi úr saumum, og ekkert blóðþrýstingsfall varð við að taka æðatengur af. Sjúklingur fékk heparin einn ml í slagæð í hvorn ganglim, áður cn hlóðrás var stöðvuð, og samsvarandi magn af protamin var gefið, rétt áður en hlóð var sett í gerviæðina. Var hlóðrás stöðvuð i 95 mín., en alls tók aðgerðin um sex klukku- stundir. Eftir að öruggt var, að blóðrásin væri í lagi, var skina saumuð vandlega yfir gerviæðina. Sjúklingur fékk 2.5 1 af blóði, meðan á aðgerð stóð, auk tveggja 1 af glucosu, 5%. Sjúklingi heilsaðist vel eftir aðgerðina. Þvagútskilnaður var í góðu lagi, og hlóðrás til ganglima var verulega hetri og gangþol aukið. Væg þvagfærasýking tafði afturbata nokkuð, en sjúklingur útskrifaðist af sjúkrahúsinu 26. ágúst 1967. Sjúklingi heilsaðist vel, þar til síðastliðið vor, að aftur fór að bera á einkennum frá fótum, og sýndi myndataka með skuggaefni (aortografi), að aorta-gerviæðin starfaði vel, svo og iliaca-æðar, en staðbundin lokun var i femoralis superfic. Ilinn 24. maí var gerð thromberndarterectomia á sjö cm löngu svæði, og batnaði blóðstreymi verulega við ]>að. Mánuði eftir aðgerð hafði gangþol fjórfaldazt lrá því fyrir liana. Samandregið Gerð er grein fyrir horfum og afdrifum sjúklinga með ósæða- hnút (aneurysma aortae abdominalis) og þeim möguleikum, sem nú eru lil róttækra aðgerða, síðan farið var að nota gerviæðar sem slagæðar. Skýrt er frá slikri aðgerð á 58 ára gamalli konu á Sjúkrahúsi Akraness, sem mun vera fyrsta aðgerð á ósæðar- hnút ú Islandi. Heimildir: 1. Gross et al.: N. Engl. J. Med. 239:578, 1948. 2. Dubast et al.: Arch. Surg. 64:405, 1952. 3. Estes: Circulation 2:268, 1950. 4. Kampmeier: Am. J. Med. Sc. 192:97, 1936. 5. Brindley: Am. J. Path., 32:67, 1956. 6. Gliedmann: Annal. Surg., 146:207, 1957. 7. Wright: Circulation, 13:754, 1956. 8. Roberts: Circulation, 15:483, 1957. 9. Shapiro: Cal. Med., 87:155, 1957. 10. Cranley, A. M. A.: Arch Surg. 69:185, 1954. 11. Sommerville et al.: Medicine 38:207, 1959.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.