Læknablaðið - 01.04.1969, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ
67
er, hvort fé er fyrir hendi til
nauðsynlegra framkvæmda og
livort vfirleitt megi hefjast
handa um byggingar. f þessu
tilviki vill þó svo undarlega til,
að læknadeild gæti þegar í stað
ráðstafað nokkrum íugum
milljóna króna úr sjóðum Há-
skólans í undirhúning bygginga-
framkvæmda, ef samþykki yfir-
valda fengist. Nú eru liins vegar
allar horfur á því, að aðrar
deildir Háskólans verði þessara
fjármuna aðnjótandi. Er það
kannski vel, enda þótt mörgum
kunni að svíða, að nú mun vera
fullur áratugur l'rá því, er yfir-
völd 'Háskólans gáfu læknadeild
fyrst forrétt til að nota fé skól-
ans til byggingaframkvæmda.
Hverju eða hverjum megi
kenna drátt þennan öðru frem-
ur, skal ósa,gt látið. Hitt er þó
ljóst, að nú verður hvorki öllu
lengur setið og dormað né beðið
með að hefjast handa um fram-
kvæmdir.
Leiðrétting
í desemberhefti blaðsins, 291. bls., þar sem segir frá aðalfundi Félags
norrænna heyrnarfræðinga, hefur slæðzt meinleg villa inn í fyrirsögn.
Þar .stendur: Aðalfundur Félags norrænna heyrnarsjúklinga, en á að
vera heyrnarfrœðinga, eins og sjálf frásögnin og efnisyfirlit bera með
sér.
Eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þessari prentvillu.