Læknablaðið - 01.04.1969, Blaðsíða 28
42
LÆKNABLAÐIÐ
Guðmundur stundaði nám í læknisfræði við Hafnarháskóla og
lauk prófi vorið 1911. Næstu þrjú ár starfaði liann á sjúkrahúsum í
Danmörku og var i nokkra mánuði við héraðslæknisstörf á Jót-
landi. Snemma árs 1914 sneri hann aftur heim til Islands. Guð-
mundur var fyrst starfandi læknir í Reykjavík, en aðeins nokkra
mánuði. í september 1 í)14 var hann settur — og nokkru síðar
skipaður — héraðslæknir í Húsavíkurhéraði. Héraðslæknir var
hann þó aðeins í tvö ár, þvi að seint á ári 1916 hvarf hann aftur
til Danmerkur og ])á til framhaldsnáms í handlæknisfræði.
A árunum 1916—1920 stundaði Guðmundur nám og starfaði
á handlæknisdeildum Frederiksbergsspítala í Kaupmannahöfn og
lagði þá einnig stund á kvensjúkdóma og fæðingarfræði.
Árið 1920 hvarf Guðmundur að nýju heim lil Islands og hóf
störf í Reykjavík, fvrst við almennar lækningar, en i janúar 1'922
byrjaði hann að starfa við læknadeild IJáskólans sem kennari í
handlæknisfræði í forföllum Guðmundar Magnússonar prófessors.
Hinn 1. janúar 1923 var hann settur dósent í almennri sjúkdóma-
fræði og réttarlæknisfræði við læknadeildina, og annaðist hann
kennslu í þessum fræðum þar til í október 1926.
Iiaustið 1924 tók Guðmundur Thoroddsen við emhætti Guð-
niundar Magnússonar sem prófessor í handlæknisfræði og yfir-
selufræði við læknadeild Háskóla Islands. Hann var rektor Há-
skólans árin 1926—1927.
Fram til ársins 1931, eða þar lil Landspítalinn var fullreistur,
hafði Guðmundur starfsaðstöðu á Landakotsspítala, bæði til
kennslu og fvrir sjúklinga sína. Er Landspitalinn tók til starfa í
árslok 1930, var liann skipaður yfirlæknir handlæknisdeildar og
fæðingardeildar Landspítalans og jafnframt forstöðumaður Ljós-
mæðraskóla Islands. Gegndi hann þessum störfum öllum þar
til i júní 1952, að hann lél af störfum sökum aldurs. Raunar hafði
hann fengið lausn frá störfum að eigin ósk 1. sept. 1951, en féllst
á þá ósk læknadeildar að starfa áfram til vors 1952. Hinn 1. janúar
1949 tók núverandi fæðingardeild til starfa, og var þá ráðinn til
hennar deildarlæknir, sem tók að sér stjórn hennar svo og Ljós-
mæðraskólans, en það lélti verulega starf Guðmundar þessi
siðustu ár.
Þegar Guðmundur fékk lausn frá störfum við Landspítalann,
var hann aðeins 64 ára. IJann var þá i fullu fjöri og í engu farinn
að tapa hæfni sinni sem skurðlæknir. Var það mönnum nokkurt
undrunarefni, að hann skyldi hætta svo fljótt, en skýring hans
var sú, að skurðlækningar væru kröfuhart starf, sem ekki væri