Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1970, Síða 29

Læknablaðið - 01.04.1970, Síða 29
LÆKNABLAÐIÐ 51 reticulo-endothel vefurinn fyrir því. Uni leið fer sjúkdómurinn að læknast. Verði mótefnamyndunin takmörkuð eða ónóg, jjjáist sjúkling- urinn af langvinnri æðabólgu (vasculitis). Samkvæmt þessu skipt- ir Ormond sjúkdómnum í þrjú stig: 1. Skaðlegur samruni mótefna og vaka myndast og finnst í blóði og verkar á æðar og veldur kerfaeinkennum. Ofgnótt mót- efnavaka er enn þá, og eftir skennndir á æðavegg hefst leki gegn- um æðavegginn og út í vefinn retro-peritoneala rediculo-endothel- kerfið. 2. Retro-peritoneala reticulo-endothelkerfið tekur við og fjar- lægir það, sem flæðir út, en í þessu flóði eru plasma-frumur, leucocytar, eosiuofilar, lymphocytar og aðrar, og dreifast þær út um svæðið bak við kviðarholshimnu. Svarar þetta til einkenna eins og hakverks og blóðleysis, en mörkin á milli þessara tveggja stiga eru ekki skörp. 3. Staðhundin lækning, og herðist þá smám saman fibrösi massinn utan um retro-peritoneal líffæri. Veldur það meðal ann- ars þrengingu á þvagleiðara. Þetta síðasta stig á þó að sjálf- sögðu ekkert skylt við ónæmisverkun. Þriðja stigið þarf þó ekki að ganga svo langt, að úr verði fast örvefsþykkni, heldur getur ])að, sem út flæðir, sogazt hurt, áður en svo verður. Þetta gæti skýrt það, að veruleg víkkun á nýrnaskjóðu og þvagleiðara hverf- ur, þegar orsökiu er fjarlægð, eins og t. d. þegar hætt er við lyfja- gjöf. Um skýringu á staðsetuingu segir Ormond, að sjúkdómsbreyt- ingarnar þurfi ekki að vera bundnar eingöngu við svæðið bak við kviðarholshimnu, en geti þrifizt og breiðzt þar út auðveldlega vegna þess, hve þar sé mikill skortur á hindrunum;20 einnig, að staðsetningin geti verið sérhæfni viðkomandi mótefnavaka, eins og t. d. staðsetning í glomeruli við glomerulo-nephritis. Sjúklingur sá, sem hér að framan er skýrt frá, hafði notað anervantöflur gegn æðakrampa. Á síðari árum h.efur athyglin beinzt að sjúklingum, sem vegna æðakrampa hafa tekið lyf af antiserotonin-ættinni, svo sem sansert, methysegide, anervan og fleirum. Æ fleiri tilfellum af R.F. hefur verið lýst, þar sem sjúkl- ingurinn hefur tekið þessi lyf. Virðist oftast nægja að stöðva töku viðkomandi lyfja, og hafa ])á hreytingar lagazt. Rendir þetta að sjálfsögðu til þess, að efnið sé á einn cða annan hátt skaðlegt fyrir hlutaðeigandi sjúkling, og er því ónæmiskenningin liklegasta skýr- ingin; ekki sízt, þar sem þessir sjúklingar hafa allflestir, að því er

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.