Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1970, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.06.1970, Blaðsíða 20
74 LÆKNABLAÐIÐ skal farið út i þá sálma hér. Hugsanlegt er, að rekja megi saman einhvern veg gatanir á höfuðskel (trepanatio), sem vitað er um hjá fornum þjóðum (Gurdjian og Webster)1, og utanbastsblæð- ingar. Innanbastsblæðing er miklu síðar tilkomin, sem sjúkdóms- mynd. Raunar er eitt tilfelli á skrá frá 16. öld (Krayenbúhl og Noto)2. Hinrik II. Frakkalcóngur fékk lxögg hægra megin á enni í burtreiðum og dó 11 dögum síðar. Við krufningu fannst innan- bastsblæðing vinstra megin á hnakka. Lýsing þessi er frá Am- broise Paré, bartskeranum franska, sem hæst reis í læknaheimi Evrópu um þær mundir og hefur rutt sér rúm á fremsta bekk merkra læluia fyrr og síðar. A 19. öld fundust þessar blæðingar við krufningar, en voru þá nefndar bólgur (pachymeningitis hæmorrhagica). Stöku manni datt í hug, að hér væri fyrst og fremst um blæðingu að ræða, en þeir komust ekki upp með moðreyk fyrir Vireho\v, sem þá réði einn öllu í meinafræði. Cushing verður svo til þess, og hans menn, að sýna fram á, að hér er um blæðingu að ræða, orsakaða af áverka — oft litlum — og venjulega úr æðum, sem liggja frá berki í þykktarstokk (sinus sagittalis) (Cushing og Putnam 1925, cit. Krayenbúhl og Noto)2. Eftir það fóru menn að átta sig á, að þama var um að ræða slvs, sem hægt var að gera að, ef það var greint. Fór þá að smá- fjölga þeim tilfellum, sem fundust, og nú er svo komið, að jielta er mun algengara slys en nokkum óraði fyrir. Þessi blæðing er algengust hjá rosknu fólki. Það er algeng saga, oð sjúklingur fær höfuðhögg, missir stundum meðvitund, en oft ekki. Hann fær liöfuðverk, annaðhvort strax eftir slvsið eða nokkru seinna, og linnir ekki verkum. Þegar fram líður, smá- slióvgast liann, verður svai'aseinn, sefur, fær hægt vaxandi helftar- lömun, krampa, uppköst, Babinski. Augnvöðvalömun getur kom- ið, sjáaldur víkkar þeim megin, sem blæðingin er, og ljóssvörun í því getur horfið. öndun getur orðið afhrigðileg (Cheyne Stoke’s), og á sjúklingur þá að jafnaði skammt ólifað. Mjög er misjafnt, hve langan tírna þetta tekur, allt frá nokkrum klukkustundum upp í marga mánuði, og fer það eftir ]>ví, live mikið blæðir. Oftast blæðir úr smáum æðum, þær lokast fljótlega með sega, og hættir þá blæðingin. Einkenni sjúklings stafa af auknum þrýstingi í heilabúi. Þegar nú l>læðing er hætt, skyldu menn halda, að sjúklingur væri úr hættu, en því er ekki þann veg farið. Blæðing innanbasts „re-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.