Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1970, Side 35

Læknablaðið - 01.06.1970, Side 35
LÆKNABLAÐIÐ 85 vélvirki og hafði verið í fremstu röð sinna starfsbræðra, en eftir slysið gat hann ekki unnið að því, sem vandasamt var eða þurfti við natni og glögga íhugun, en hann fann þetta ekki sjálfur. Hitt var húsmóðir, og gat hún að vísu tekið aftur við rekstri heimilis sins, en var sýnu sljórri en áður hafði verið. Einn þessara sjúklinga dó; það var 71 árs gömul kona, sem varð fyrir bíl. Við komu i spitalann var hún í dái, vinstra sjáaldur var stæiTa en hægra og ljósstíft. Ljóssvörun í þvi hægra var vafasöm. Berg- málsrit (echoencephalogram) sýndi yfirfærslu til hægri. Sár var á höfði yfir gagnaugasvæði, gagnaugahein brotið, og höfðu bein- fhsar gengið inn i heilavefinn. Flisarnar voru fjarlægðar, marinn vefur hreinsaður í burtu og blæðing stöðvuð. Næsta dag var sjúkl- ingi svolítið léttara, en komst ekki til meðvitundar. Daginn eftir þyngdi honum, og hann dó. Krufning sýndi skemmdir neðan á heila og við gegnskurð sást, að stór hluti af vinstra heilahveli var rauðleitur og linur, og hafði þar myndazt stífludrep (infarct). Blæðing var í hægri ventriculus lateralis og rauðleitir linir blettir í hægra heilahveli, einkum aftan til. Tvisvar var gert að skotsárum, lifði annar sjúkhngur, en hinn dó. Var i báðum tilfellum um að ræða skot úr smáriffli, cal. 22. Stundum koma fyrir innanbastsblæðingar hjá hörnum, korn- ungum. Sé blæðingin greind strax, má tæma hana út með ástungu. Venjulega þarf að stinga nokkrum sinnum á fárra daga fresti. Sé langt liðið frá blæðingu, hafa myndazt skánir innan á basti ogutan á heha, en blóðkökkurinn hefur breytzt í þunnan vökva vegna gegnflæði (osmosis). Þarf þá að opna liöfuðskel og fjarlægja skán af heila, sem að öðrum kosti hindrar vöxt lians. Ingraham og Matson10 segja frá 319 sjúklingum yngri en tveggja ára, sem komu til meðferðar í Childrens Medical Center í Boston árin 1937 til 1953. Gerðu þeir 325 aðgerðir á 222 sjúkhng- um, en hinir voru meðhöndlaðir með ástungum. Þeir segja: „Both case and operative mortahty from subdural haematoma have been virtually eliminated in this chnic.“ Sjö börn á aldrinum fjögurra til 22 mánaða komu til aðgerða, og dó eitt þeirra daginn eftir aðgerð. Vefjaskoðun á sýni, teknu við aðgerð, sýndi „slitur úr blæðingarhylki“, en við krufningu sást „heili mjög hyperæmiskur og þéttur, allur súkkulaðilitaður, microgyri“. Tvisvar reyndist sjúkdómsgrehiing röng. Báðir sjúklingar voru í dái (coma) með helftarlömun, þegar þeir komu í spítalann, og

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.