Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1970, Qupperneq 49

Læknablaðið - 01.06.1970, Qupperneq 49
LÆKNABLAÐIÐ 91 Jónas Hallgrímsson MENNTUN HÁSKÓLAKENNARA Nordisk Federation för Medicinsk Undervisning hélt þriðja þing sitt um læknakennslu dagana 10. og 11. október sl. í Stokkhólmi. Full- trúar íslands voru Jónas Hallgrímsson dósent og Sigmundur Sigfús- son stud. med. Þingið fjallaði fyrst og fremst um ýmis vandamál varð- andi menntun læknakennara. Að umræðum loknum var samþykkt að beina eftirfarandi tilmælum til læknadeilda Norðurlandaháskólanna: 1. Komið verði á skipulögðum námskeiðum eða annarri reglulegri kennslu í uppeldis- og kennslufræðum fyrir læknakennara (medi- cinsk universitetspedagogik). 2. Yngri Iæknakennarar verði hvattir til þess að taka þátt í ofan- greindu námi, o'g jafnframt verði tilkynnt, að slíkt nám sé talið til kosta við hæfnismat á lunsækjendum um kennarastöður við lækna- deildir. 3. Reynt verði að leggja raunhæfara mat en nú mun vera gert á hæfni lækna til kennslustarfa. 4. Fundnar verði nýjar aðferðir til þess að meta hæfni til kennslu- starfa. 5. Þegar fjölgað er stöðum vísindamanna með kennsluskyldu við læknadeildir, verði reynt eftir því sem reglugerðir leyfa að meta einnig kennsluhæfni umsækjenda án þess þó að rýra þá meginreglu, að vísindahæfni í viðkomandi grein eigi að skipa æðsta sess í endan- legu hæfnismati. Þingið beindi einnig eftirfarandi tilmælum til forráðamanna menntamála og Iæknafélaga á Norðurlöndum: 1. Ferðastyrkir verði reglulega veittir yngri læknakennurum, til þess að þeir geti aflað sér menntunar í uppeldis- og kennslufræðum (medicinsk universitetspedagogik). 2. Læknakennurum, sem þess óska, verði gert kleift að helga sig ein- göngu uppeldis- og kennslufræðum um skeið, annaðhvort með námi eða starfi í þeim greinum. 3. Norræn samvinna í einstökum greinum læknisfræðinnar verðiaukin; verði byrjað á því að finna sameiginlegt markmið, sem menntun í stærstu greinunum skuli stefna að; jafnframt verði safnað efni, sem notað verði til sameiginlegra eða hliðstæðra prófa í greinunum. Ofangreind tilmæli vekja tilefni til nokkurra hugleiðinga. Háskól- ar eru vísinda- og kennslustofnanir og veita þar að auki ýmsa þjón- ustu. Aðallega er þó háskólakennurum ætlað að skipta sér á milli vís- indarannsókna og kennslu. En hvorugt er eingöngu meðfætt, hæfileik- inn til rannsóknastarfa eða kennslu. Til þess að fá stöðu sem háskóla- kennari þarf umsækjandi þvi að hafa lært vísindaleg vinnubrögð og sanna það með gögnum þar að lútandi, en þess er ekki krafizt, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.