Læknablaðið - 01.06.1970, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ
91
Jónas Hallgrímsson
MENNTUN HÁSKÓLAKENNARA
Nordisk Federation för Medicinsk Undervisning hélt þriðja þing
sitt um læknakennslu dagana 10. og 11. október sl. í Stokkhólmi. Full-
trúar íslands voru Jónas Hallgrímsson dósent og Sigmundur Sigfús-
son stud. med. Þingið fjallaði fyrst og fremst um ýmis vandamál varð-
andi menntun læknakennara. Að umræðum loknum var samþykkt að
beina eftirfarandi tilmælum til læknadeilda Norðurlandaháskólanna:
1. Komið verði á skipulögðum námskeiðum eða annarri reglulegri
kennslu í uppeldis- og kennslufræðum fyrir læknakennara (medi-
cinsk universitetspedagogik).
2. Yngri Iæknakennarar verði hvattir til þess að taka þátt í ofan-
greindu námi, o'g jafnframt verði tilkynnt, að slíkt nám sé talið til
kosta við hæfnismat á lunsækjendum um kennarastöður við lækna-
deildir.
3. Reynt verði að leggja raunhæfara mat en nú mun vera gert á hæfni
lækna til kennslustarfa.
4. Fundnar verði nýjar aðferðir til þess að meta hæfni til kennslu-
starfa.
5. Þegar fjölgað er stöðum vísindamanna með kennsluskyldu við
læknadeildir, verði reynt eftir því sem reglugerðir leyfa að meta
einnig kennsluhæfni umsækjenda án þess þó að rýra þá meginreglu,
að vísindahæfni í viðkomandi grein eigi að skipa æðsta sess í endan-
legu hæfnismati.
Þingið beindi einnig eftirfarandi tilmælum til forráðamanna
menntamála og Iæknafélaga á Norðurlöndum:
1. Ferðastyrkir verði reglulega veittir yngri læknakennurum, til þess
að þeir geti aflað sér menntunar í uppeldis- og kennslufræðum
(medicinsk universitetspedagogik).
2. Læknakennurum, sem þess óska, verði gert kleift að helga sig ein-
göngu uppeldis- og kennslufræðum um skeið, annaðhvort með námi
eða starfi í þeim greinum.
3. Norræn samvinna í einstökum greinum læknisfræðinnar verðiaukin;
verði byrjað á því að finna sameiginlegt markmið, sem menntun í
stærstu greinunum skuli stefna að; jafnframt verði safnað efni, sem
notað verði til sameiginlegra eða hliðstæðra prófa í greinunum.
Ofangreind tilmæli vekja tilefni til nokkurra hugleiðinga. Háskól-
ar eru vísinda- og kennslustofnanir og veita þar að auki ýmsa þjón-
ustu. Aðallega er þó háskólakennurum ætlað að skipta sér á milli vís-
indarannsókna og kennslu. En hvorugt er eingöngu meðfætt, hæfileik-
inn til rannsóknastarfa eða kennslu. Til þess að fá stöðu sem háskóla-
kennari þarf umsækjandi þvi að hafa lært vísindaleg vinnubrögð og
sanna það með gögnum þar að lútandi, en þess er ekki krafizt, að