Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1970, Side 57

Læknablaðið - 01.06.1970, Side 57
LÆKNABLAÐIÐ 97 virðist mega álykta, að drengir séu meira fyrír sér og meiri fikt- arar en telpur allt frá fyrstu tíð. Hlutur brunatilfella á barnadeildinni Heildarsjúklingafjöldinn á barnadeildinni hefur farið jafnt vaxandi frá ári til árs. Hann fór yfir 700 árið 1964, en var á síð- asta ári 1244. Hundraðstala brunasjúklinga hefur einnig aukizt frá því að vera kringum 1% fyrri árin upp i 2.5—3% hin síðari. Ég tel, að þessi aukning stafi fyrst og fremst af því, að nú eru langflestir þeirra, sem verða fyrir brunaslysum, a. m. k. á Reykjavikursvæðinu, lagðir á Landspítalann, en áður var þeim dreift. Ástæðan fyrir því er m. a. sú, að sá spitali hefur í sinni þjónustu plastic kirurga. Einnig má vera, að nú séu böm lögð inn með tiltölulega litla bruna, sem áður hefðu verið meðhöndl- aðir á ferli (3. mynd). Hvort um er að ræða raunverulega aukn- ingu bruna, verður ekkert sagt. 3- mynd. Frum- og endurinnlagnir brenndra barna fært sem hundraðs- tala allra innlagna á D VII. Áður var talsvert um, að börn kæmu á barnadeildina eftir að hafa verið meðhöndluð aimai’s staðar, en slikum innlögnum hefur nú fækkað, þar sem börnin koma strax (4. mynd).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.