Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1970, Page 63

Læknablaðið - 01.06.1970, Page 63
103 LÆKNABLAÐIÐ eiga forgangsrétt. En þegar kemur að meðferð brunasáranna, skil- ur leiðir nokkuð. öllum verður ]>að fyrst fyrir, er þeir 1. d. l>remia sig á fingri, að stinga honum í kalt vatn. Þessi aðferð hefur enda hlotið stuðn- ing vísindamanna og verið víða notuð sem fyrsti liður í meðferð brunasára af öllu tagi á síðari árum. Ber sérstaklega að geta fram- lags íslenzks læknis, dr. Ófeigs J. Ófeigssonar, á þessu sviði.1, 2 Mjög margir sjúklingar, sem sendir hafa verið á barnadeildina, bafa verið kældir, annaðhvort á Slysavarðstofu eða í heimahúsum. Þar sem þetta hefur verið gert al' handahófi, oft ekki um það get- ið og' engir samanburðarhópar fyrir hendi, er ekki unnt að gera sér grein fyrir gagnsemi kælingar í þessum hópi. Ekki er mér kunnugt um, að sjúklingar hafi verið kældir, eftir að þeir konm á deildina. A barnadeildinni hefur þeirri meginreglu verið fylgt, a. m. k. hin síðari ár, að meðhöndla bruna opna, þ. e. leggja ekki við um- búðir (10. mynd). Sama þróun hefur víða orðið hin síðari ár, m. a. á stærsta brunasjúkrahúsi Danmerkur.4, 5 Hreinlætis hefur verið gætt, eftir því sem aðstæður leyfa, en ströngum sóttvörnum eða einangrun ekki beitt. 10. mynd.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.