Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1970, Síða 30

Læknablaðið - 01.08.1970, Síða 30
118 LÆKNABLAÐIÐ orku. Þeir sjúklingar, sem minnsta raforku þurftu, voru sjúkling- ar með sclerosis coronariae, „corrected transposition“, stenosis mitralisoperataog thyreotoxicosis. Fjórir snerust til sinusrhythma við 100 watt/sek., fjórir milli 100 og 200 watt/sek., átta við 200 watt/sek., Jjrír við 300 iwatt/sek. og einn við 350 watt/sek. Aukaverkanir við aðgerð Allir sjúklingarnir þoldu vel aSgerðina, fengu ekki merki um lágþrýsting eða hjartabilnn (decompensatio), og enginn dó. Fimmtán sjúklinganna fengu hjartsláttartruflanir eftir aðgerðina. 1 13 tilfellum var um að ræða extrasystolur, ýmist frá framhólf- um, a-v hnút eða afturhólfum, sem komu strax eftir aðgerð og stóðu örstutt í langflestum tilvikum. Tveir sjúklingaima fengu bradycardi, einn fyi-stu gráðu a-v hlokk, einn vinstra greinrof og einn sjúklingur fluctuatio atriorum með vinstra greinrofi. Þessar hjartsláttartruflanir löguðust af sjálfu sér, nema í einu tilviki, þar sem gefið var procainamid vegna tiðra aukaslaga frá aftur- hólfum. Aðrar aukaverkanir: Einn sjúklingur kvartaði um slappleika. Lágir T-takkar í „vinstri“ (qRs) leiðslum komu fram hjá einum sjúklingi. Lækkað ST í vinstri leiðslum fyrst eftir aðgerð sást í einu tilviki. Arangur aðgerðar Eftir 24 klst. vom 19 sjúklingar með sinusrhythma, eftir eina viku 17 sjúklingar, eftir einn mánuð 10 sjúklingar, eftir sex mán- uði sex sjúklingar, eftir eitt ár þrír sjúklingar, el'tir tvö ár tveir sjúklingar. Þeir tveir sjúklingar, sem voru í sinusrhythma eftir tvö ár, voru sjúklingur með thyreotoxicosis, sem hafði verið lækn- aður með skurðaðgerð, og sjúklingur með mh. myocardii primaria. Sjúklingar með hjartakveisu (angina pectoris) voru í sinus- rhythma í sex mánuði og sex og hálfan mánuð. Karlmaður með stenosis mitralis operata fékk afturkipp eftir einn mánuð, en þá var aðgerð endurtekin, og hélzt sinusrhythmi í tvö ár. Eftir einn mánuð höfðu því 50% fengið afturkipp og eftir eitt ár 85%. Að- eins 10%, eða tveir sjúklingar, héldust lengur en tvö ár í sinus- rhythma. Niðurstaða Þar sem hér er aðeins um fámennan sjúklingahóp að ræða. verða ekki dregnar neinar meiri háttar niðurstöður af meðferð-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.