Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1970, Page 36

Læknablaðið - 01.08.1970, Page 36
124 LÆKNABLAÐIÐ um von Willebrandssjúkdóm væri að ræða. Þessi fjölskylda var ættuð úr Þykkvabæ í Rangárvallasýslu. Ekki var umit að styrkja eða staðfesta greiningu hjá ein- staklingum í þessari fjölskyldu með athugun á storkuefnum fyrr en í ágúst-september 1969. Þá var lögð inn á lyflækningadeild Landspitalans stúlka með meiri háttar blæðingar og blóðleysi. Hún vakti athygli á þriðju fjölskyldunni með arfgengan blæð- ingarsjúkdóm, og faðir hennar var ættaður úr Þykkvabæ, en móð- ir úr Holtiun i Rangárvallasýslu. 1 grein þessari eru birtar athug- anir, sem gerðar voru á stúlkuimi og fjölskyldu hennar, og jafn- framt nokkrar athuganir á hinni fjölskyldunni úr Þykkvabæ, sem vitað var um frá 1959. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Emstaklingar í tveim fjölskyldum hafa verið rannsakaðir (sjá 1. og 2. mynd). Sjúkrasaga með tilliti til blæðihneigðar náði til yfir 50 einstaldinga i fjölskyldu B og um 30 í fjölskyldu C. Gerðar voru eftirfarandi frumathuganir á l)læði- og storku- ástandi: Blæðitími (Duke)4, storkutími heilblóðs (Lee and White)8, stasapróf (Hess test) og blóðflögutalning. Samloðun blóðflaganna í ADP upplausn var einnig prófuð.5 Blóðsýnum til sérstakra rannsókna á storkuefnum var blandað í upplausn af 3,2% „trisodium citrate hydrate“ (9 hlutar blóðs í 1 hluta upp- lausnar) og síðan skilið í 20 minútur við um 1500 g til að fá blóð- flögufátækt plasmaflot. Plasmasýnin voru án tafar liraðfryst í kolsýruís, sem varðveittur var í hitabrúsa og frystihólfi, og sýni 1. mynd

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.