Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1970, Síða 47

Læknablaðið - 01.08.1970, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ 127 undir uppskurði. Mjög marblettagjarn við minni hátt- ar áverka. Marblettimir virðast koma stundum án þekkts tilefnis. III 1 17 ára. Hefur nokkrum sinnum fengið óeðlilega mikl- ar blóðnasir. Að öðru leyti án einkenna um blæðingar (sjá 1. töflu). III 2 15 ára, fædd 1955. Hafði meiri og minni blæðingar í þrjá mánuði eftir fyrstu tíðir. Síðan verið án einkenna um blæðingar. III 3 13 ára drengur. Minni háttar blæðihneigð. Blæðir óeðhlega mikið úr smáskeinum (sjá 1. töflu). III 4 Proposita. Sjúkrasaga hennar er eftirfarandi: Ellefu ára gömul telpa, fædd 27/9 1957, var innlögð í skyndi á lyf- lækningadeild Landspítalans hinn 11. júlí 1969 vegna blæðinga um leggöng. Þetta var álitin fyrsta tíðablæðing hjennar, og hafði blætt nær stanzlaust í þrjár vikur. Vitað var um blæðingatilhneigingu hjá nánum ættingjum hennar. Nánari tildrög voru þessi: Hinn 21. júní byrjuðu blæðingarnar, í fyrstu litlar, en aðfaranótt hins 23. vaknaði hún í rúmi sínu, lá þá ofan á sænginni, sem var gegnblaut af blóðL Næstu daga blæddi tals- vert, sérstaklega á nóttunni. Að fimm dögum liðnum hættu blæðingarn- ar, en byrjuðu aftur að degi liðnum. Síðan blæddi eitthvað flesta daga og nætur, en þó lítið eða ekkert einstaka sólarhringa. Síðustu sex næt- urnar fyrir innlögn hafði blætt mikið og nóttina fyrir komu á spítal- ann hafði blætt mest. Sjúklingur hafði legið í rúminu í þrjá daga fyrir komu, en hafði þangað til sótt skólann og gengið vel, var næsthæst í sínum bekk. Hún hafði fundið fyrir svima og hjartslætti í tíu daga og haft verki í kvið síðustu þrjá dagana. Fyrir tveimur dögum hafði liðið yfir hana, og fékk hún samtals sex yfirliðaköst, þegar hún reyndi að fara fram úr. Það kom fram í heilsufarssögu sjúklings, að telpan hafði tvisvar fengið talsverðar blæðingar: fyrir þremur árum blóðnasir og blæddi í tvo daga og fyrir tveimur árum blæddi mikið í þrjá sólarhringa eftir tanntöku. Hefur hún annars verið hraust. Skoðun við komu: Afar hvít á hörund og slímhúð föl. Hún var mjög máttfarin og gat ekki setið uppi í rúminu vegna svima. Hún var í góðum holdum. Engir marblettir. Hiti 37,6. Púls 130. Blóðþrýstingur 140/65. Við hjartahlustun heyrðist systoliskt óhljóð yfir öllu hjarta- svæðinu, hæst í 2.—3. millirifjabili vinstra megin við bringubein. Engar eitlastækkanir fundust og ekki nein miltisstækkun. Rannsókn við komu: Hb 3,7 g%, Hct 13 vol.%, MCHC 28,4%. Hvít blóðkorn 12900, deilitalning: Neutrofil. segm. 62%, lymfoc. 38%, sökk 14 mm, thrombocytar 251.000, þvag: + eggjahv. -)- blóð, -^- sykur, pH 6; microscopia: -f- hvít, mjög mikið af rauðum blóðkomum og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.