Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1970, Síða 61

Læknablaðið - 01.08.1970, Síða 61
LÆKNABLAÐIÐ 137 „LÆKNISÞJÓNUSTA I DREIFBÝLI“ Það þykir e. t. v. að bera í bakkafullan lækinn að auka enn þann málskrafssjóð, er á síðustu árum hefur myndazt um læknamál dreif- býlisins. Ég tel þó, að ýmsar ályktanir síðasta læknaþings og aðalfundar L. í. gefi nokkurt tilefni til athugasemda. Sú skoðun virðist allsráðandi hjá fulltrúum á aðalfundi L. í., að öllu máli skipti, að alls staðar sitji fleiri en einn læknir á sama stað. Einmenningshéruð tilheyri fortíðinni, þótt enn verði að sætta sig við þau á einstöku stöðum vegna óleystra samgönguvandamála. Hér tel ég tvímælalaust vera um allvafasama og a. m. k. algjör- lega ótímabæra yfirlýsingu að ræða. Óumdeilanlegt er, að í dag er málum þannig háttað, að öll læknishéruð landsins eru einmennings- héruð að formi, þótt í örfáum héruðum muni fleiri en einn læknir, bú- settir á sama stað, gegna saman héraðslæknisstörfum. Ég tel það vægast sagt vafasamt, að á sama tíma og ástandið í læknamálum dreifbýlisins nálgast neyðarástand í sumum landshlut- um, fái ungir læknar þá yfirlýsingu í hendur frá stéttarfélagi sínu, að þeir séu að fara aftur í fortíðina, ef þeir ráðast til starfa úti á lands- byggðinni. Ég hef á starfsferli mínum kynnzt störfum ýmissa kollega minna, sem stai'fa í dreifbýli, og þori ég að fullyrða, að það starf þolir fylli- lega samjöfnuð við störf almennra lækna í Reykjavík. En hvergi hef ég rekizt á það frá forráðamönnum L. í., að þeir læknar leituðu aftur í fortíðina, er settu sig niður til starfa í höfuðborginni. Ég fæ því ekki betur séð en L. í. hafi nú tekið undir þann söng, sem ég hélt, að allir læknar væru sammála um að þyrfti að kveða niður, þ. e. að læknar í dreifbýli væru eins konar 2. flokks læknar, sem lítt væri á að treysta. Nú vil ég sízt af öllu, að menn skilji mál mitt svo, að ég haldi þvi fram, að læknisþjónusta héraðslækna í landinu við núverandi aðstæð- ur sé fyllilega skv. kröfum tímans. Því miður fer því víðs fjarri, að svo sé. En hvað vantar þá til þess að geta bætt sína læknisþjónustu? Vantar þá fyrst cg fremst fleiri lækna með sér? Ég held ekki. Mín skoðun er sú, að einn læknir í viðráðanlegu héraði geti haldið uppi lækni^þjónustu, sem fyllilega standist kröfur tímans, ef honum er séð fyrir þeirri aðstöðu í tækjum og starfsliði, sem nútíma-læknis- fræði krefst. Sú krafa á ekki síður við um einn lækni en hóp lækna, er starfar saman. Er ekki annars ráðlegra fyrir íslenzka læknastétt að líta raun- sæjum augum á ástandið og viðurkenna, að þótt miðstöðvar með sam- vinnu fleiri lækna séu ákjósanlegt fyrirkomulag, þá búum við í landi,

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.