Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1970, Page 21

Læknablaðið - 01.10.1970, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 145 greinar, geta bætt það að nokkru með því að hafa deildir i klín- ískum grunngreinum, t. d. klíníska lífefnafræði, klíníska lífeðlis- fræði og kliníska sýklafræði. Bent var á, að fram til þessa hafi stærð byggingalóða og fjár- hagsleg aðstaða verið alls ráðandi gagnvart því, hvort stofnanir í grunngreinum væru staðsettar nálægt kennslusjúkrahúsum eða ekki. 5. Matstofur Matstofur eiga að vera sameiginlegar fyrir allt starfslið sjúlmi- hússins og nemendur við það. 6. Svefnrúm fyrir læknanema Ekki var talið nauðsynlegt, að læknanemar hefðust við á sjúkrahúsinu um nætur, nema á þeim deildum, þar sem starf- semin er í fullum gangi allan sólarhringinn, eins og t. d. við fæðingardeildir. 7. Tilraunalækningar Tilraunalækningar eru nauðsynlegar við sjúkrahús og þar með dýrageymslur með áföstum skurðstofum og rannsóknastof- um. 8. Göngudeildir Göngudeildir eru nauðsynlegar, bæði vegna þjónustu siúkra- hússins við sjúklinga, kennslu stúdenta og lækna og eftirrann- sókna og vísindastarfa. Mikil áherzla var lö,«ð á nauðsvn þess, að hægt væri að kenna stúdentum meðferð sjúklinga, sem ekki þyrftu sjúkrahúsvist. Talið var, að starfandi læknar utan siúkrahúsa gætu tekið meiri þátt í kennslu en þeir nú gera og sérstaklega í sambandi við kennslu í Télagslækningum. Þátttaka stúdentanna i klínískri vinnu starfandi lækna utan siúkrahúsa — sérstaklega ef „praxís- inn“ er vel skipulagður miðað við nútímalæknisþjónustu, — getur orðið til þess að hafa áhrif á starfsval stúdentanna síðar. 9. Neyðarþjónusta Neyðarþjónusta verður að vera á öllum kennslusiúkrahúsum, þ. e. a. s. siúkrahúsið verður að vera opið allan sólarhringinn fyrir hráð sjúkdómstilfelli. Slík þjónusta tryggir að nokkru, að sjúkrahúsið verði ekki of sérhæft og útiloki þar með ýmsar teg-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.