Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1970, Side 27

Læknablaðið - 01.10.1970, Side 27
LÆKNABLAÐIÐ 151 ástæða til að halda því sambandi áfram, þar sem stúdentar fá þar tækifæri til að kynnast meðferð sjúklinga á minna sjúkrahúsi í dreifbýli. Slík reynsla kemur sérstaklega að notum fyrir þá, sem hugsa sér síðar störf við læknamiðstöðvar. Formleg tengsl sjúkrahúsa utan Reykjavíkur við læknadeildina ættu einnig að geta orðið til þess að gera starf á þeim sjúkrahúsum fjölbreyttara og eftirsóknarverðara en ella. Flestir gera sér ljóst, að erfitt verður að endurskipuleggja sjúkrahúsaþjónustu í Reykjavík og nágreimi, ef þess gerist þörf, án þess að raska töluvert þeim deildaskiptingum, sem þegar eru orðnar og áætlaðar eru á einstökum sjúkrahúsum. Ef slík sam- ræming reynist nauðsynleg, gæti læknadeild Háskólans orðið til þess að tengja og samræma starfsemi sjúkrahúsanna með því að skipuleggja kennslu við þau og þar með verkaskiptingu á milli þeirra. 3. Kennarar Ráðning nýrra kennara að læknadeild Háskóla Islands getur orðið vandamál i framtiðinni. Samkvæmt nýrri reglugerð Há- skólans eru störf prófessora, dósenta og lektora talin aðalstörf og geta því ekki samrýmzt núverandi starfsháttum og ráðninga- samningum flestra sjúkrahúslækna, á meðan sjúkrahúsin eru ekki háskólastoliianir lögum samkvæmt. Prófessorar og dósentar skulu í framtíðmni ganga undir liæfnismat, en lektorar, aðjunktar og aðrir kennarar þurfa þess ekki. Ef engin breyting verður gerð á reglugerð Háskólans og á ráðningasamningum sjúkrahúslækna, verða framvegis aðeins tveims konar kennarastöður í klínískum greinum og sumum grunn- greina við læknadeild, þ. e. a. s. annars vegar prófessorsstöður með inniföldu yfirlæknisstarfi og hins vegar yfirlæknis- og sér- fræðingsstöður með aðjunktsstarfi. Mun stjórn læknadeildar þá aftur færast í það horf, að hún verður mest í höndum prófessora og kennara í sumum grunngreinum, þar sem reglugerð lækna- deildar segir svo, að aðeins prófessorar, forstöðumenn vísinda- stofnana, fastráðnir dósentar og lektorar og fulltrúar stúdenta liafi atkvæðisrétt á deildarfundiun. Ljóst er, að slíkt fyrirkomulag er óviðunandi og breyting verðiu- að koma fljótlega, til þess að læknadeildin geti fengið að þróast sem vísinda- og kennslustofnun á sama hátt og aðrar deildir Háskólans. Það verður ekki hægt að skapa læknadeild

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.