Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1970, Síða 51

Læknablaðið - 01.10.1970, Síða 51
LÆKNABLAÐIÐ 159 Emii Als STASPAPILLUR Aðallega eiga sér stað tvenns konar breytingar við sjúkdóma i sjóntaugaendunum. Að einu leytinu þær, er valda fyrirferðar- aukningu á vefjunum (papilödem, staspapillur, papillitis), og að liinu leytinu þær, er valda rýrnun (papilatrofi). Staspapillur: Þegar rætt er um staspapillur (Stauungspapill- en, choked discs), er átt við óvirkan (ekki bólgukenndan) bjúg í hinum sýnilega hluta sjóntauganna. Orsökin er í flestum til- fellum sjúkdómur, er veldur fyrirferðaraukningu á innihaldi beilabúsins og of háum þrýstingi í því. Sumir hofundar nota um slíkt ástand ýmist orðin staspapillur eða papilödem, að því er virðist án merkingarmunar (synonym). Nú mun hinsvegarþokast í þá átt, að læknar tala um papilödem í víðri merkingu, þ.e.a.s. um flestöll tilfelli af þrota í papillunum án tillits til orsaka, þó með þeim fyrirvara, að orðið staspapillur er notað, þegar nær fullvíst þykir eða sannað er, að orsökin fyx*ir bjúgnum sé hækk- aður þrýstingur í heilabúinu af völdum æxlis eða skylds ástands. Þungamiðja vandans er auðvitað sú að geta greint á milli skurð- læknisfræðilegra og lyflæknisfræðilegra orsaka f>TÍr papilluþrot- anum, en slíkt er ekki gerlegt með augnspeglun einni saman. Meinafræðilega finnsf við staspapillur vökvasafn kringum sjóntaugarnar undir dura- og arachnoideashðrunum (hvdrops vaginae nervi optici), þar að auk bjúgur í sjálfum taugavefnum og offylling bláæðakerfisins í sjónhimnunni. Vtlit: Fyrstu breytingarnar við staspapillur í uppsiglingu eru útvikkun á bláæðum, brottfall bláæðapúlsins og idóðfylling í sjálfri papillunni. Brátt verða mörkin gagnvart umhverfinu óskýr, sérstaklega hefmegin, ofan og neðan til. Óskýrleikinn eykst, og vefurinn tekur að lyftast miðað við umhverfið, ogmörkin verðanú óskýr allan liringinn. Papillan er nú breiðari og holan (sú fyseo- logiska) fyllist af bjúgnum, sem smám saman nær að fela æða- tréð á papillunni. Ef ástandið versnar, verða blæðingar, striklaga og kringlóttar. Blæðingarnar sjást aðallega á papillumörkunum, cn geta einnig komið fyrir annars staðar i augnbotninum, t. d.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.