Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1971, Page 31

Læknablaðið - 01.02.1971, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 7 Fjöldi 0 12345678 Vikur Tími fró byrjun einkenna til aðgerðar nægjandi upplýsingar, og svo hins, að nokkur hætta er á auka- verkunum. Þvi hefur þótt ástæða til að reyna að forðast þessa rannsóknaraðferð, nema þar sem sérstök ástæða er til. Víða er myelografi þó notuð reglulega við greiningu brjósk- loss. Talið er af mörgum, að samræmi sé í 80-90% tilfella milli Jiess, sem sést á myelogrammi og finnst við aðgerð. Hirsch telur sig t. d. fá jákvætt myelogram staðfest við aðgerð í 90% tilfella, Söderberg og Sjöherg í 89% og Dahlberg í 95%. Gurdjian er með 84.6% af tilfellum með L4-L5 og 64.1% við L5-Si brjósklos.4.9 8 3 Hins vegar ber einnig að geta þess, að neikvætt myelogram af- sannar ekki, að um brjósklos sé að ræða. Hirsch fann brjósklos við aðgerð í 40% tilfella, þar sem myelogram var neikvætt.4 Árangur Kyn og aldurskipting sést á Fig. 2. Rúmlega 71% voru karl- ar. Yngsti sjúklingurinn var 25 ára, en sá elzti 54 ára. Meðalaldur var sami fyrir karla og konur eða 40 V2 ár. Fylgikvillar voru óverulegir. Fimm sjúklingar fengu smávægilegar ígerðir í skurð- inn, einn fékk margúl (hematoma) í skurðinn, og hjá einum kom smágat á bastið (dura) við aðgerðina. 1 engum tilfellum lengdi þetta sjúkrahúsvistina. Enginn dó af völdum aðgerðar. Brjósklos fannst við aðgerð hjá 31 sjúklingi. Hjá hinum fjór- um (11%) fannst ekki brjósklos, heldur virtist vera um de- generatio disci intervertebralis að ræða. Hjá öllum, sem höfðu brjósklos, var frumárangur (primer) eftir aðgerð mjög góður, verkir hurfu fljótt og líðan gjörbreyttist til hins betra.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.