Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1971, Page 32

Læknablaðið - 01.02.1971, Page 32
8 Fjöldi 12- 10- Fig.2 LÆKNABLAÐIÐ □ Konur, 10 p^| Karlar, 25 25 30 35 40 45 50 55 60 Aldur Aldur og kynskipting Spenging var gerð hjá tveim sjúklingum í sömu atrennu og hrjósklosaðgerðin; arthrodesis L3-Sí hjá öðrum vegna spondylo- listhesis, og hafði hann stórt brjósklos milli L4 og L5. Á hinum var gerð spondylarthrodesis L4-S4 vegna degeneratio disci inter- vertebralis et sacralisatio sin., en hann liafði einnig allstórt brjósk- los milli L4 og L5. Báðir sj úklingarnir höfðu einkenni um brátt brjósklos og eru því teknir með í þetta uppgjör. Sjúkrahúsvist þeirra varð af þessum sökum miklu lengri en ella, eða 126 dagar hjá öðrum, en 97 hjá hinum. Dvöl í sjúkrahúsi var að meðaltali 26 dagar fyrir allan hóp- inn, stytzt 9 dagar, en lengst 126. Ef ofannefndir tveir sjúklingar eru ekki taldir með, er sama tala fyrir hina brjósklossjúklingana 19,6 dagar, sem er svipað og hjá öðrum, t. d. Dahlgren, sem er með 19 daga meðaltal.8 Dvalartími fyrir þá fjóra sjúklinga, sem brjósldos fannst ekki hjá, var að meðaltali 31 dagur. Meðaltími frá byrjun einkenna til aðgerðar var 4.6 vikur. Eftir einn mánuð frá aðgerð voru tveir (6,4% ) komnir í fulla vinnu, eftir tvo mánuði 60%, eftir þrjá mánuði 70% og eftir sex mánuði 90%, samsvarandi 97% hjá Dahlgren hjá samliærileg- um hópi.8 Afgangurinn (10%) var kominn í fulla vinnu sjö til tólf mánuðum eftir aðgerð. Allir hurfu fyrst í stað til sömu starfa og þeir höfðu fyrir aðgerð, en sjö þurftu síðar að fá sér léttari vinnu. Eftirrannsókn og lokaárangur öllum sjúldingum hefur verið fylgt eftir og allir skoðaðii- nema tveir, sem haft var samband við bréflega, þar sem þeir svöruðu spurningalista og lýstu ástandi sínu ýtarlega.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.