Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 65

Læknablaðið - 01.08.1971, Page 65
LÆKNABLAÐIÐ 163 Richet, heimsfrægur vísindamaður, en aldrei fyrr við kveðskap kennd- ur. Er svo að heyra, sem þetta séu einsdæmi, hafi ekki borið við áSur, að skáldum þar í landi hafi nokkurn tíma verið gerður slíkur grikkur. En það játa allir, að þetta læknisverk sé snilldarverk, og snilldin að ýmsu í vísunum þremur um sóttkveikjur. Próf. Richet gaf allt verðlaunaféð bágstöddu fólki í því héraði, þar sem Pasteur ólst upp. Kvæðið er langt; eru 262 vísuorð í því. Það fellur í 3 þætti; kveð- ur langmest að 1. og 3. þættinum, þeim sem hér er snúið á íslenzku; en hér er 2. þætti sleppt; er sá miðbálkur einskonar ,,útlegging“ af því ,,höfuðspjalli“, (1. þætti), sem undan er komið; er þar rakinn vísindaferill Pasteur’s og sagt frá merkustu afrekum hans, sem vís- indamanns; er sú frásögn fögur og skýr og skáldleg, en kemst þó ekki til jafns við upphafið og kvæðislokin. Má því óhætt segja, að þetta listaverk nýtur sín til fulls, þó miðbálkinn vanti, af því að hann er sjálfstæður þáttur út af fyrir sig. Þetta er lofkvæði um Louis Pasteur (1822-1895), þann mann, sem íæknavísindi eiga hvað mest að þakka, allra manna. Og höfundur kvæðisins er læknir og ekki tekinn í skálda röð. Þess vegna hef ég, líka læknir, en ekki skáld, ráðizt í að snúa þessu franska læknisverki á íslenzku. Ég hef haldið kveðandi höfundarins og gert mér fyllsta far um að vanda verk mitt sem allra bezt, af allri minni litlu getu, — því fer svo, að hugur minn hvarflaði til eins félagsbróður míns, annars læknis, sem hefur verið nánasti samverkamaður minn í 18 ár (1894- 1912), svo að enginn kann betur deili á þeim manni en ég. Honum hef ég helgað þetta litla læknisverk mitt, unnið af elju og alúð; þarf ég naumast að nefna, að ég á hér við Guðmund Magnússon, prófessor chirugiæ. G. Björnsson Barn! -— Þú verður að vita, og vel í minni geyma, að uppi voru áður — aldrei má þeim gleyma — vitringar — afbragðsmenn, með eldhug, aldrei trauðan, sem fengu fært um set fávizku manna’ og dauðann. . . . Flýt þér! — Komdu með mér! Ungum er nýtt um allt. Inn hér! — í þessu helga hofi’ er hljótt og svalt. Líttu’ á! — Þú lest Pasteur á leiði’ eins meistarans. Hlýddu á! — Þá muntu bljúgur blessa minning hans! ★

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.