Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1971, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 01.08.1971, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 163 Richet, heimsfrægur vísindamaður, en aldrei fyrr við kveðskap kennd- ur. Er svo að heyra, sem þetta séu einsdæmi, hafi ekki borið við áSur, að skáldum þar í landi hafi nokkurn tíma verið gerður slíkur grikkur. En það játa allir, að þetta læknisverk sé snilldarverk, og snilldin að ýmsu í vísunum þremur um sóttkveikjur. Próf. Richet gaf allt verðlaunaféð bágstöddu fólki í því héraði, þar sem Pasteur ólst upp. Kvæðið er langt; eru 262 vísuorð í því. Það fellur í 3 þætti; kveð- ur langmest að 1. og 3. þættinum, þeim sem hér er snúið á íslenzku; en hér er 2. þætti sleppt; er sá miðbálkur einskonar ,,útlegging“ af því ,,höfuðspjalli“, (1. þætti), sem undan er komið; er þar rakinn vísindaferill Pasteur’s og sagt frá merkustu afrekum hans, sem vís- indamanns; er sú frásögn fögur og skýr og skáldleg, en kemst þó ekki til jafns við upphafið og kvæðislokin. Má því óhætt segja, að þetta listaverk nýtur sín til fulls, þó miðbálkinn vanti, af því að hann er sjálfstæður þáttur út af fyrir sig. Þetta er lofkvæði um Louis Pasteur (1822-1895), þann mann, sem íæknavísindi eiga hvað mest að þakka, allra manna. Og höfundur kvæðisins er læknir og ekki tekinn í skálda röð. Þess vegna hef ég, líka læknir, en ekki skáld, ráðizt í að snúa þessu franska læknisverki á íslenzku. Ég hef haldið kveðandi höfundarins og gert mér fyllsta far um að vanda verk mitt sem allra bezt, af allri minni litlu getu, — því fer svo, að hugur minn hvarflaði til eins félagsbróður míns, annars læknis, sem hefur verið nánasti samverkamaður minn í 18 ár (1894- 1912), svo að enginn kann betur deili á þeim manni en ég. Honum hef ég helgað þetta litla læknisverk mitt, unnið af elju og alúð; þarf ég naumast að nefna, að ég á hér við Guðmund Magnússon, prófessor chirugiæ. G. Björnsson Barn! -— Þú verður að vita, og vel í minni geyma, að uppi voru áður — aldrei má þeim gleyma — vitringar — afbragðsmenn, með eldhug, aldrei trauðan, sem fengu fært um set fávizku manna’ og dauðann. . . . Flýt þér! — Komdu með mér! Ungum er nýtt um allt. Inn hér! — í þessu helga hofi’ er hljótt og svalt. Líttu’ á! — Þú lest Pasteur á leiði’ eins meistarans. Hlýddu á! — Þá muntu bljúgur blessa minning hans! ★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.