Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 147 Kristján T. Ragnarsson IÍKAMSÆFINGAR OG ENDURHÆFING KRANSÆÐA- SJÚKLINGA INNGANGUR Gildi líkamsæfinga við þjálfun hjarta- og æðakerfis kransæðasjúklinga og kyrr- setumanna verður æ ljósara. Jafnframt hefur vaxið skilningur á óæskilegum við- brögðum við líkamsæfingum sama hóps manna. Nákvæm þrekpróf eru mikilvæg við ákvörðun líkamsþols og áhættulausa áreynslu. Eftir kransæðastíflu verður fullri endurhæfingu vart náð nema með skyn- samlega ráðlögðum líkamsæfingum, byggð- um á réttum skilningi á áreynsluþoli sjúkl- ings. Jafn mikilvæg er meðferð geðrænna kvilla, lausn félagslegra vandamála og bar- átta gegn áhættuþáttum kransæðastíflu. Frá alda öðli var líkamsáreynsla þáttur hins daglega lífs manna. Þeir, sem voru illa fallnir til líkamlegra átaka, biðu lægri hlut í lífsbaráttunni samkvæmt náttúru- kenningunni, en fyrir hina varð líkams- áreynsla, a. m. k. innan hóflegra marka, nauðsynleg til heilbrigðis. Á siðustu öld hafa lífshættir stórbreytzt með aukinni tækni og iðnvæðingu, svo stórir hópar manna geta eytt ævinni án verulegrar lík- amsáreynslu. Reyndar fóru ýmsir að halda því fram, að áreynsla væri slæm fyrir líkamann á sama hátt og vélar undir stöðugu þungu álagi gengju úr sér. En menn eru ekki vélar, sem eyðileggjast við meiri notkun, heldur aðlagast þeir auk- inni áreynslu með bættri starfsemi hinna ýmsu kerfa og líffæra líkamans, en með minnkuðu álagi minnkar geta á sama hátt. Á þann hátt verða vöðvar stærri og sterk- ari, hjarta afkastameira og nýtnara á orku, og styrkur beina, liðbanda og sina eykst með líkamsáreynslu. Flest virðist þannig benda til þess, að reglulegar líkamsæfing- ar séu nauðsynlegar til heilbrigðis og mik- ilvægt læknisráð til að efla líkamsþrótt og draga úr áhrifum ýmissa sjúkdóma. Eðli aukins þróttar og afkastagetu með líkamsæfingum er mjög háð tegund æf- inga, og ber því að hafa vel í huga mark- mið þeirra, þegar gefin eru ráð. Fyrst skal nefna þungar erfiðis- eða kraftaæfingar með öflugum vöðvasam- drætti, eins og t. d. lyftingar, spretthlaup og æfingar, sem kenndar voru við Charles Atlas. Þessar æfingar eru einkum isometr- iskar og anærobiskar. Isometrisk æfing veldur engri breytingu á lengd vöðva við samdrátt og þess vegna engri hreyfingu um lið. Við anærobiska æfingu þurfa vöðvar meira súrefni en unnt er að flytja til þeirra, svo þeir verða að nýta orku frá orkuríkum fosfatsamböndum, sem myndast án súrefnis við niðurbrot glyco- gens í mjólkursýru. Þol vöðva gegn miklu magni mjólkursýru og súrefnisskorti vex við þessar æfingar, en þær eru oft sárs- aukafullar. Stærð og styrkur vöðvanna eykst, en þessar æfingar bæta lítið starf- semi hjarta- og æðakerfis, svo þol manna breytist heldur ekki. Þolæfingar, eins og langhlaup, sund, hjólreiðar o. s. frv., eru einkum isotonisk- ar og ærobiskar. Við isotoniskar æfingar verður stytting á vöðvum við samdrátt, þar eð kraftur er meiri en viðnáun, og hreyfing verður um liði. Ærobisk æfing er háð stöðugu streymi súrefnis til vöðv- anna og hæfileika þeirra til að nýta það. Við reglulegar þolæfingar eykst heildar- súrefnisupptaka líkamans með bættri starfsemi hjarta- og æðakerfis, og súrefnis- nýting vöðvanna batnar, svo maðurinn get- ur afkastað meiri vinnu en áður, bæði hvað magn og tímalengd snertir. Hins vegar breytist lítið stærð og styrkur vöðv- anna, eins og kunnugt er af líkamsbygg- ingu langhlaupara. Auk þess má nefna margs kyns góðkynja áhrif slikra æfinga á líkamann, sum að vísu umdeilanleg (Tafla I). Loks má nefna æfingar, sem miða að því að læra ýmsar hreyfingar, unz þær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.