Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 64
162 LÆKNABLAÐIÐ sj., hverjir eiga hlut að slíku teymi, en það getur haft innan sinna vébanda auk læknis, sjúkraþjálfa, orkuþjálfa, hjúkrun- arkonur, sálfræðinga, félagsráðgjafa, vinnuþjálfa, talfræðinga, gervilimasmiði o. s. frv. Á síðustu árum hefur þessari tegund samvinnu verið beitt við endur- hæfingu sjúklinga með annars konar vandamál en frá hreyfikerfi, og má þá einkum nefna krabbamein, lungnasjúk- dóma og hjarta- og æðasjúkdóma. Sem betur fer nær mikill meiri hluti sjúklinga, einkum þeir með vægari einkenni, góðri heilsu og fullri endurhæfingu með venju- legri læknishjálp, en oft þarf þekkingu utan sviðs læknisins eða hjálp, sem aðrar heilbrigðisstéttir gætu leyst á hagkvæm- ari hátt. Þótt ýmsir hafi talið, að slíkt teymi sé of kostnaðarsamt og þungt í vöf- um til að koma að notum við endurhæf- ingu hjartasjúklinga, hafa flestar rann- sóknir sýnt kosti þess með styttri legu- tíma og meiri líkamlegri hæfni endur- hæfðra sjúklinga. Endurhæfing sjúklings eftir kransæða- stíflu byggist á ýpisu því, sem áður hefur verið minnzt á, en mjög mikilvæg eru einkum jafngildirig orkunotkunar í sam- ræmi við áreynsluþol og síritun hjarta- rafrits við nýjar æfingar. Endurhæfingunni má skipta í 5 stig: 1. stig: Fyrsta vika eftir kransæðastíflu. Sjúkl. dvelst á hjartagæzludeild (C.C.U.). 2. stig: Önnur og þriðja vika. Sjúkl. dvelst á lyflækningadeild. Byrjar á léttri iðju og sinnir nauðsynlegum daglegum þörfum. 3. stig: 4.-8. vika. Sjúkl. dvelst heima eða á hjúkrunardeild. Heldur áfram léttri iðju og sinnir daglegum þörfum. 4. stig: 8.-10. vika. Endurbati. Sjúklingur snýr aftur til vinnu og/eða flestra þeirra verka, sem hann stundaði áður. 5. stig: Eftir 10. viku. Hefur reglulegar líkamsæfingar til að auka þrek og þol, svo það verði jafnvel betra en fyrir krans- æðastífluna. Þessi tímamörk gilda í frávikalausum gangi mála eftir kransæðastíflu, en ef sjúklingur fær alvarlega aukakvilla, seink- ar endurhæfingu venjulega að sama skapi. Hvert stig endurhæfingar einkennist af sérstöku markmiði, leyfilegri orkunotkun, þáttum, sem þarf að mæla og fylgjast með, ábendingum um ofreynslu og af því starfsliði, sem þarf, til að mæta líkam- legum, andlegum og félagslegum þörfum sjúklings. 1. stig: Fyrstu vikuna eftir kransæða- stíflu dvelst sjúklingur í flestum tilvikum á hjartagæzludeild, þar sem meðferð bein- ist einkum að því að meðhöndla og koma í veg fyrir hjartsláttaróreglu og hjarta- bilun. Engu að síður er þá þegar nauð- synlegt að beina athygli að ýmsum vægari fylgikvillum kransæðastíflu, svo sem geð- breytingum og versnandi ástandi líkam- ans í heild vegna rúmlegu. Af geðbreyt- ingum á þessu stigi eru helztar kvíði, þunglyndi eða jafnvel afneitun sjúkdóms- ins, og kemur þetta fram bæði í orðum og athöfnum. Fyrstu dagana hræðist sjúkl- ingur einkum dauða, en frá 3.-4. degi sækja að honum þunglyndishugsanir um lang- varandi eða ævarandi heilsubrest og ör- yrkju. Versnandi almennt líkamsástand lýsir sér með hraðari hjartslætti við áreynslu, blóðþrýstingsfalli, þegar hann stendur upp, minnkuðu blóðmagni og vöðvastyrk. Strax á öðrum eða þriðja degi er endur- hæfingarstarfið (program) kynnt sjúkl- ingi stuttlega. Létt iðja og æfingar í 12 stigum (tafla VIII) með vaxandi orku- neyzlu á að gera sjúklingi kleift að annast allar daglegar þarfir sínar við útskrift innan 3ja vikna. Hver ný æfing eða iðja, sem krefst aukinnar orku, er aðeins fram- kvæmd í stuttan tíma í byrjun, en fer síðan vaxandi að lengd, ef þol sjúkl. batnar og engin óæskileg viðbrögð koma fram. Byrjað er á ,,passívum“ æfingum 1. stigs (tafla VIII) um leið og sjúklingur er tal- inn vera í líkamlegu jafnvægi með tilliti til hjartastarfsemi, og annað stig er haf- ið um svipað leyti og hann yfirgefur hjarta- gæzludeildina. Læknir segir ávallt til um, hvenær skuli byrjað á nýju stigi í sam- ræmi við viðbrögð sjúklings. Óæskileg við- brögð (tafla IX) benda til þess, að of hratt sé haldið áfram og sjúkl. þoli ekki orkunotkun í slíku magni. Sjúkraþjálfi kennir sjúklingi æfingar hvers stigs og hjálpar honum með þær daglega, en síðan eru þær endurteknar með aðstoð hjúkr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.