Læknablaðið - 01.09.1976, Qupperneq 54
156
LÆKNABLAÐIÐ
TAFLA IV
Margstiga þrekpróf og orkuþörf á hverju
stigi.27
Hraði mílur/klst % Halli Tími í mínútum METS
1 0 — 1.6
2.0 0 3 2
2.0 3.5 6 3
2.0 7.0 9 4
2.0 10.5 12 5
2.0 14.0 15 6
2.0 17.5 18 7
3.0 12.5 21 8
3.0 15.0 24 9
3.0 17.5 27 10
3.0 20 30 11
3.4 16 33 12
3.4 20 36 13
3.4 22 39 14
3.4 24 41 15
3.4 26 44 16
Recovery 49
og meðhöndlunar hjartsláttaróreglu. Á
meðan á prófinu stendur og í 5-10 mín
á eftir, þarf að fylgjast vel með sjúklingi,
hjartarafriti, blóðþrýstingi og hjartslætti
hans.
Ótal frábendingar eru taldar fyrir sub-
maximal og maximal þrekprófum (tafla
VI),-7 en þær gilda þó venjulega ekki,
þegar eingöngu er verið að kanna við-
brögð sjúklings við tiltölulega lága orku-
notkun undir nánu eftirliti.
Ábendingar fyrir stöðvun þrekprófs, áð-
ur en hjartsláttarmarki er náð (tafla V)
eru flestar augljósar og þarfnast ekki mik-
illa skýringa. Flestar breytingar á hjarta-
línuriti eru af ischæmiskum uppruna, og
er algengast að sjá lækkað ST bil og
ventricular extrasýstólur. 10-20% sjúkl-
inga með kransæðastiflu hafa aldrei fund-
ið til brjóstverkjar, og sama hlutfallstala
fólks mun ekki kvarta um óþægindi i
brjósti við áreynslu, þótt breytingar á línu-
riti komi fram. Hjartsláttaróregla kemur
oft fyrst fram rétt eftir að áreynslu lýk-
ur, jafnvel oftar en á meðan á áreynslu
stendur, e. t. v. vegna skyndilegs blóð-
þrýstingsfalls eða kælingar, og er því ráð-
legt fyrir hjartasjúklinga að draga smám
saman úr áreynslunni.
Mikilvægasta og áreiðanlegasta breyting-
in á hjartarafriti við áreynslu, sem bend-
ir til ischemiu í hjartavöðva, er lækkun á
ST bili. Lækkunin þarf að vera a. m. k.
0.1 mV (millivolt) í meira en 0.08 sekúndu,
vera lárétt eða convex niður. Lækkun
á svonefndum J-punkti er ekki marktæk
og getur jafnvel táknað betri horfur. Hækk-
un á ST bili er sjaldgæf og sjaldnast hættu-
leg, nema lækkun sé samfara í mótleiðsl-
TAFLA V
Helztu ábendingar um stöðvun þrekprófs, áður en hjartsláttarmarki er náð.
I. Subj. einkenni.
1) Vaxandi verkur í brjósti eða að-
liggjandi líkamshlutum.
2) Aðsvif eða yfirlið.
3) Mikil mæði.
4) Mikil þreyta.
5) Verkur í fótum eða annars staðar
í líkama.
II. Obj. einkenni um yfirvofandi hættu.
1) Lækkun á blóðþrýstingi.
2) Of hár sýstólískur blóðþrýstingur
miðað við aldur og ástand sjúkl-
ings (250-280 mm Hg).
3) Fölvi, kaldur sviti eða blámi verð-
ur áberandi.
4) Einkenni um ónógt blóðstreymi til
heila, t. d. meðvitundar- eða hreyf-
ingartruflanir.
III. Bilun á tækjabúnaði, einkum á sírit-
um.
IV. Breytingar á hjartalínuriti.
1) Supraventricular eða ventricular
dysrythmia, t. d. vaxandi fjöldi
PVC.
2) Meiri háttar leiðslutruflanir, t. d.
annarar eða þriðju gráðu A-V rof
eða vinstra greinrof.
3) ST lækkun, lárétt eða íhvolf nið-
ur, 0.2 mV meiri en í línuriti í
hvíld.