Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 38
144 LÆKNABLAÐIÐ NOKKUR ATRIÐI VARÐANDI HJÚKRUN Gæta skal þess, að sjúklingurinn sé aldrei skilinn eftir einsamall og leitast skal við, að sama starfsfólk annist hann. Forðast ber hávaða og ónæði og aldrei skal ræða ástand sjúklingsins svo að hann heyri. Reynt skal að draga tjöld kringum sjúkl- inginn þegar honum er þvegið eða skipt um slöngur alls konar og umbúðir. Þar sem sjúklingurinn getur ekki talað, skal hann fá penna og pappír til að skrifa á, þegar ástand leyfir. Til þess að forðast að slím safnist fyrir í lungum, skal eftir því sem hægt er láta sjúklinginn liggja á hlið eða á grúfu með höfðalagið niður 5°-10° tvisvar á dag í 30-40 mínútur. Soga skal slím úr trachea eftir þörfum. Eru þá notaðar sterilar sog- slöngur og hanzkar. Ekki skal soga lengur í einu en 15 sekúndur og setja sjúklinginn í öndunarvél stutta stund á milli þess sem sogað er. Er þetta gert til að hindra hættu- lega hypoxemiu, sem getur orsakað hjarta- stopp. Ekki er iblásið meiru í belg á barka- slöngu en þörf er á til að hindra loftleka. Tvisvar í viku er sent í ræktun og næmis- próf frá trachea og skipt er um barka- slöngu tvisvar í viku. Þéttivatn er tæmt úr slöngum eftir þörfum. Fylgjast skal með magni útandaðs lofts og þrýstingi í önd- unarfærum á klukkustundar fresti. HVERNIG VENJA SKAL SJÚKLING AF ÖNDUNARVÉL (WEANING) Reynt er að venja sjúkling af öndunar- vél eins fljótt og kostur er. Þetta er sjald- an vandamál, þegar öndunarbilun hefur varað skemur en 72 klukkustundir. Hins vegar þarf að fara varlega í sakirnar þegar um lengri tíma hefur verið að ræða, og tekur slíkt oft langan tíma. Byrja má að venja sjúklinginn af öndunarvél, þegar vital capacitet er um það bil 10 ml/kg eða sem svarar tvöföldu andartaksmagni, og þegar vital capacitet hefur náð 15-20 ml/ kg, er yfirleitt Ihægt að losa sjúklinginn al- veg við vélina. Þá er stundum miðað við mismun á súrefnisþrýstingi 1 alveolum og slagæðablóði (A-aD02) og má hann ekki vera meira en 350 mm/Hg þegar sjúkling- urinn hefur fengið hreint súrefni i 15 min- útur, svo að hægt sé að venja af öndunar- vélinni. Einnig má miða við VD/VT hlut- fall, og má það ekki vera meira en 0,6. Byrjað er á að taka sjúklinginn úr önd- unarvélinni nokkrar mínútur í senn og þá gerðar blóðgasmælingar og síðan er tím- inn smám saman lengdur. Gæta skal þess, að sjúklingurinn fái alltaf súrefni og raka þegar hann er tekinn úr sambandi við önd- unarvélina. Yfirleitt þarf að gefa sjúkling- um súrefni fyrstu dagana eftir að þeir hafa verið vandir af öndunarvél. FYLGIKVILLAR Bilanir á öndunarvélum: Fremur er sjald- gæft, að öndunarvélar bili alvarlega. Stund- um kemst raki í ventla og þeir standa þá á sér. Ef öndunarvél gengur fyrir rafmagni, þarf að bregða skjótt við verði rafmagns- bilun, svo að ekki hljótist slys af. Ósjaldan fer öndunarvél úr sambandi við sjúkling, og þarf því að fylgjast vel með honum allar stundir. Barkaslöngur geta stíflazt af óhreinindum eða ef belgur er blásinn of mikið upp. Þá getur löng barka- slanga farið ofan í aðalberkju, og þess vegna þarf öðru hverju að hlusta bæði lungu eða taka röntgenmynd, sé um vafa að ræða. Hyperventilation: Of mikla öndun ber að varast vegna þess, að slíkt hefur 1 för með sér ýmis slæm áhrif, svo sem alka- losis, electrolytatruflanir, minnkaða blóð- rás í heila, krampa og meðvitundarleysi, minnkað hjartaútfall (cardiac output) og hjartsláttartruflanir (8). Þá verður einnig erfiðara að venja sjúklinginn af öndunar- vélinni. Sýkingar. Sýkingar eru algengar og hafa skal hreinlæti eins og kostur er. Helzt þarf að skipta um slöngur á öndunarvéium dag- lega. Áður er minnzt á notkun hanzka og ræktanir. Fúkalyf eru ekki notuð nema um sýkingu í lungum sé að ræða. Pneuniothorax: Hjá sjúklingum með langvarandi obstructiva lungnasjúkdóma, áverka á brjóstholi og eftir langar skurð- aðgerðir getur loft lekið frá berkjum, sér- lega ef mjög hár þrýstingur er notaður, og getur myndazt tensions pneumothorax. Þá er hætta á, að subcutan emphysema mynd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.