Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 149 TAFLA I (framhald). Eykur: Minnkar: Óbreytt: Lífsgleði. Þol gegn andlegri streitu. Bætta sjálfsímynd. Bætta lífshætti. Skarpa hugsun. Framleiðslu vaxtar- hormóns. Framleiðslu skjaldkirtils- hormóns. Þol gegn glucosu í blóði. Lífsleiða. Kvíða og þunglyndi. Reykingar. Drykkjuskap, vínneyzlu. verða að þjálfuðum viðbrögðum með betri hæfni og tilfinningu, með betra og hrað- ara samspili vöðva, eins og sézt við hljóð- færaleik, akstur, skylmingar o. s. frv. Við þessar æfingar verður aðlögun i miðtauga- kerfi, en ekki í hjarta- og æðakerfi eða vöðvum. Þótt allar þessar æfingar geti á einhvern hátt bætt heilsu og aukið lífsánægju, eru það eingöngu þolæfingar, sem hafa veru- legt gildi fyrir hjarta- og æðakerfi og geta mögulega lengt líf manna. í töflu I eru dregin saman helztu áhrif þjálfunar með þolæfingum á líkamsstarfsemi, og verða þau nú nánar raedd. AUKIN NÝMYNDUN KRANSÆÐA Þótt ýmsar rannsóknir hafi staðfest at- hugun Morris og félaga hans 1953,1 að mönnum, sem vinna líkamleg störf, sé síður hætt við kransæðasjúkdómum, er það nú ljóst, að fleiri en einn þáttur er valdandi. Vitað er frá dýratilraunum, að súrefnisskortur við líkamsáreynslu veldur útvíkkun kransæða2 3 og, að því er virðist, nýmyndun þeirra miðað við rúmtaksein- ingu hjartavöðva við langvarandi þjálfun. Hins vegar hefur ekki tekizt að sýna fram á þetta í mönnum svo óyggjandi sé, en margt virðist þó benda í þá átt.4 AUKIN AFKÖST HJARTAVÖÐVA Þar eð hjartað getur framkvæmt meiri vinnu við þjálfun, hljóta afköst þess að aukast, og sýnt hefur verið, að það notar samt hlutfallslega minni orku. Þetta er erfitt að sanna, þar sem örðugt er að mæla beina súrefnisneyzlu hjartavöðva á mínútu (MV02). Flestar óbeinar mæling- ar á MV02 sýna bætta starfsemi hjarta- og æðakerfis við þjálfun.3 Þessar óbeinu mælingar byggjast á mælingum á þeim helztu þáttum, sem ákvarða MV02, þ. e. intramyocardial tension, samdráttarhraða og -kraft hjarta og hjartsláttarhraða.'1 Ef rannsakaðir eru einstaklingar, hvort held- ur þeir eru heilbrigðir eða með kransæða- sjúkdóma, og þeir látnir framkvæma ákveðna vinnu, bæði fyrir og eftir þjálf- un, þá koma í ljós ýmsar breytingar, sem benda til minni súrefnisþarfar hjartavöðv- ans við hvíld eða vinnu, svo blóðstreymi um kransæðar getur verið minna en samt nægjanlegt. Flestar þessar breytingar eru góðkunnar og finnast við skoðun á þjálf- uðum íþróttamönnum. Má nefna hægari hjarts'látt og aukið slagmagn bæði við hvíld og vinnu, minnkað heildarútfall hjarta á mínútu við hvíld en aukið við erfiða vinnu, hlutfallslega lengda díastólu, sem gefur kransæðum lengri tíma fyrir rennsli, en styttri og kröftugri sýstólu, aukna stærð hjartavöðva en minni stærð hjartahólfa við sömu vinnu. Hins vegar sjást ekki breytingar, sem verða í öðrum vöðvum, t. d. breytist ekki mismunur á súrefnisþrýstingi í slagæðum og bláæðum, þar eð hjartavöðvi hefur alltaf mjög háa nýtingu súrefnis, eða 70-80%, og engin breyting verður á magni eða starfsemi önd- unarenzyma (mitochondria). Morris og Crawford7 fundu við krufningu á 3800 hjörtum sjúklinga, sem ekki dóu úr krans- æðastíflu, að gróin drep og ör í hjarta-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.