Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1976, Side 83

Læknablaðið - 01.12.1976, Side 83
LÆKNABLAÐIÐ 217 hugmynd um tíðnina 1976, var fjöldi já- kvæðra ræktana á Rannsóknastofu Há- skólans, sýkladeild, fyrstu ellefu mánuði ársins borinn saman við sömu mánuði ár- anna á undan (sbr. mynd 1). Niðurstöð- urnar benda til töluverðrar aukningar 1976. Af mynd 2 sést að aðeins um þriðjungur skráðra tilfella hefur verið greindur bae- teriologiskt, enda hagar víða á landinu svo til, að óhægt er að senda sýni til ræktunar, en vandalaust er þó að taka frá sjúklingi strok á glerplötu og senda til smásjárskoð- unar á sýkladeild R.H. áður en meðferð er hafin. Hér á landi hafa enn ekki verið greindir stofnar N.gonorrhoae, sem framleiða B- lactamasa, en tilvist þeirra í nágrannalönd- um (Bretland, USA)14 eykur á nauðsyn þess að sýni frá sjúklingum sem grunaðir eru um lekanda séu send til ræktunar, svo að næmispróf verði gerð. Læknum úti á landi er því bent á að hafa samband við sýkladeild R.H., ef þá grunar sýkingu af völdum N.gonorrhoae, svo að hægt sé að gefa ráðleggingar um sendingu sýna til smásjárskoðunar og ræktunar. Starfandi læknum í Reykjavík og ná- grenni, sem ekki hafa aðstæður á stofum sínum til að taka sýni frá sjúklingum, sem grunaðir eru um sýkingu af völdum N.gon- orrhoae, er bent á að húð- og kynsjúk- dómadeild Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur er opin fyrir hádegi virka daga og 3 sérfræðingar í kynsjúkdómum hafa opnai stofur á eftirmiðdögum. Vert er að minna á það, að sumir telja. að 90% kvenna og 10—12% karla með lekanda séu einkennalaus.a Smásjárskoðun ein er ófullnægjandi rannsókn, nema hjá sjúklingum með bráða sýkingu Blóðvatns- próf til gonokokkagreiningar t.d. comple- mentbindipróf hafa ekki reynzt eins örugg og áður var talið.3 Því nauðsynlegt er að fá sem flest sýni til ræktunar, tekin áður en sjúklingur er settur á meðferð. Frá sýkladeild Rannsóknarst. Háskólans Ólafur Steingrímsson, læknir Kristín E. Jónsdóttir, læknir Arinbjörn Kolbeinsson, yfirlæknir HEIMILDIR 1. Neisseria gonorrhoea producing penicillin- ase. W.H.O. Wkly Epidem. Rec.-Relevé épidem. 1976, 51:293—294. 2. Center for Disease Control, Public Health Service, Atlanta Georgia, U.S.A. Gonorrhea: Recommended Treatment Scheduies. Ann. Int. Med. 82:230—233, 1975. 3. Handsfield, H.H., Lipman, T.O., Harnisch, J.P. Tronca, E„ Holmes, K.K. Asymptoma- tic Gonorrhea in Men. N. Engl.J.Med. 290: 117—123, 1974. 4. Phillips I.B. Lactamase-Producing, Peni- cillin-Resistant Gonococcus, LANCET, II: 656—657. 1976. 5. Manual of Clinical Microbiology (ed. E.H. Lannette, E.H. Spaulding, J.P. Truant.), 128—129 (American Society for Microbio- logy). Washington D.C. 1974.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.