Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1980, Síða 11

Læknablaðið - 15.02.1980, Síða 11
LÆKNABLADID 3 Atli Dagbjartsson1, Gréta Aðalsteinsdóttir2, Kristín E. Jónsdóttir3. BLÖÐRUBÓLA UNGBARNA (Pemphigus neonatorum) Könnun á útbreiöslu klasasýkla á fæðingadeild Landspítalans og nýburadeildum Barnaspítala Hringsins veturinn 1976-1977. INNGANGUR Blöðrubóla ungbarna er sýking í húð nýfæddra barna af völdum klasasýkla (staphylococcus). Einkennandi fyrir sýkinguna er bóla með vessafylltri blöðru í toppnum. Stundum er aðeins urn eina eða fáar bólur að ræða, en hjá sumum börnum breiðast bólurnar út og koma nýjar og nýjar 1 langan tíma. Sé um útbreidda sýkingu að ræða, geta sýklarnir komist í blóð nýburans og er hann pá í lífshættu. Meiri hætta er á blóðsýkingu hjá fyrirburum en full- burða börnum. Fyrir kom, að nýburar dóu úr slíkri sýkingu, en síðan áhrifarík sýklalyf gegn klasasýklum komu í notkun, er hægt að koma í veg fyrir pess háttar dauðsföll, sé viðhlítandi meðferð beitt. Blöðrubóla ungbarna varð ekki skránin- garskyldur sjúkdómur hér á landi fyrr en árið 1962. Það ár voru í heilbrigðisskýrslum skráð 27 tilfelli, dreifð á 10 staði á landinu. Flest árin á eftir var fjöldi skráðra tilfella meiri og mestur árið 1969, en pá voru skráð 83 tilfelli. Af peim voru langflest (73) á tveim stöðum utan Reykjavíkur. Frá 1970 hefur fjöldi skráð- ra tilfella farið lækkandi. í síðustu heilbrigðis- skýrslu, sem út er komin (1974), eru aðeins skráð 9 tilfelli. Til að leita skráðra dauðsfalla af völdum blöðrubólu ungbarna var farið yfir krufningaskýrslur Rannsóknastofu Háskólans frá 1940 og fannst eitt slíkt dauðsfall árið 1944. í heilbrigðisskýrslum 1962-1974 er getið eins dauðsfalls af völdum pessa sjúkdóms (árið 1962). Ekkert skal hér fullyrt um, hvort pessi dauðsfallatala — tvö frá 1940 — sé tæmandi, en eins víst er, að svo sé ekki, par eð krufning hefur ekki verið gerð á öllum nýburum, dánum utan Reykjavíkur, og sjúkdómurinn varð ekki skráningarskyldur fyrr en 1962. Samkvæmt álitsgerð American Public Health Association árið 1970 er líklegt, að klasasýklafaraldur sé í aðsigi á nýburadeild, ef 1 Barnaspítala Hringsins. 2 Sýkingavarnanefnd Landspítalans J Sýkladeild Rannsóknastofu Háskólans. Barst 26/08/79. Sent i prentsmiðju 10/09/79 upp koma sýkingar í tveimur eða fleiri nýbur- um á minna en 2ja vikna tímabili eða eitt tilfelli af brjóstaígerð hjá móður (2). Á fæðingadeild Landspítalans var blöðru- bóla ungbarna talin viðloðandi af og til fram undir 1960 (s.k. »Landspítalabóla«). Frá 1960- 1974 rénaði pessi kvilli allmikið á deildinni. Árin 1972-1974 eru par árlega skráð aðeins 2- 4 tilfelli. Árið 1975 varð aukning á pessum sjúkdómi á nýburadeildum spítalans og voru pað ár skráð par 7 tilfelli, flest á síðari helmingi ársins. Árið 1976 voru skráð par 27 tilfelli, flest á fyrri helmingi ársins. Vegna ofangreinds faraldurs var ákveðið haustið 1976 að fá aðstoð sýkladeildar Rann- sóknastofu Háskólans og sýkingavarnanefnd- ar Landspítalans til að kanna útbreiðslu klasa- sýkla meðal starfsfólks og nýbura á fæðinga- deild og nýburadeildum. Tilgangurinn með slíkri könnun var fyrst og fremst sá, að vekja athygli og áhuga starfsfólks pessara deilda á eðli og útbreiðsluháttum blöðrubólu ungbarna. Þegar tækifæri gafst vetur og vor 1977 til að senda klassasýklastofna til Kaupmannahafnar til phagaflokkunar, opnaðist möguleiki til að sýna útbreiðslu og rekja smitleiðir peirra klasasýklastofna, sem valda umræddri sýkingu. Hér á eftir verður lýst aðstæðum á nýbura- deildum Landspítalans og peim vinnureglum, sem par er reynt að beita til að draga úr útbreiðslu klasasýkla og meðhöndla nýbura með blöðrubólu. Síðan verður skýrt frá ofan- greindri könnun, sem fram fór veturinn 1976- 77 og rætt um helstu eiginleika, vistfræði og flokkun klasasýkla, niðurstöður könnunarinn- ar og mögulegar varnaraðgerðir gegn blöðru- bólu ungbarna. Aöstæður á nýburadeildum Á kvennadeild Landspítalans eru alls 35 sæng- urkvennarúm, 26 í nýlegri álmu, deild 5E (opnuð í ágúst 1976) og 9 í eldri byggingu, deild 5A. Á 5E eru tvær samliggjandi nýbura- stofur, alls 84 m2 að gólffleti, ætlaðar 12-14 börnum hvor. Á 5A er nýburastofa, 44 m2 að

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.