Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1980, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.02.1980, Qupperneq 16
6 LÆKNABLADID Klasasýklar í nefstrokum og umhverfi nýbura Á tímabilinu jan.-maí 77 voru tekin nefstrok úr 15 börnum á fæðingagangi á 1. sólarhring eftir fæðingu, 97 börnum á deild 5E og 5A, 5 daga gömlum og eldri og 48 börnum á vökudeild á ýmsum tímum eftir fæðingu, allt frá 1. degi. Ekkert barnanna á fæðingagangi var með coag. jákvæða klasasýkla í nefi. Á deild 5E og 5A var nokkur hluti barnanna kominn með slíkan stofn í nef á 5. degi, nær helmingur á 7. degi og eftir 7. dag nieira en helmingur. Á vökudeild voru tekin sýni úr 12 börnum á 1. sólarhring eftir fæðingu og fannst coag. jákvæður klasasýkill í einu fteirra. Það var sýni frá barni, sem var veikburða eftir fæðingu, fluttist á vökudeild samdægurs og áður en sýni var tekið, purfti að setja magaslöngu ofan í f>að. Fékk það því óvenju mikla handfjötlun á fyrsta sólarhringnum. Að öðru leyti var út- koma svipuð á vökudeild og hinum deildunum, en færri sýni voru tekin par og dreifðari miðað við aldur barnanna. (Sjá mynd). í umhverfissýnunum fannst coag. jákvæður Fjöldi Nýbura Fæð.g. 20 Deildir 5A og 5E 0 □ Coag. jákv. klasasýklar ræktuðust ekki. B Coag. jákv. klasasýklar ræktuðust. Klasasýklaræktanir úr nefstrokum nýbura fyrstu daga eftir fædingu. klasasýkill á einni setskál af 12 á vökudeild, einni setskál af 12 á 5E og á strokskál úr vöggu barns á vökudeild. Utbreidsla mismunandi klasasýklastofna Til phagaflokkunar tókst að geyma alls 111 klasasýklastofna. 14 úr innsendum sýnum, tekn- um úr bólum og öðrum sýkingum nýbura, 93 úr nefstrokum starfsfólks og nýbura, 2 af fingrum starfsfólks og 2 úr umhverfi nýbura. Tókst að phagaflokka 102 af pessum 111 stofnum. 1 12 af innsendu sýnunum fannst sami stofn, 3A/3C. Sex pessara sýna voru úr blöðru- bólum barna á 5E, teknum í sept., okt. og nóv. 76 og jan. og maí 77 úr 5-19 daga gömlum börnum. Þessi sarni stofn fannst einnig í 6 innsendum sýnum frá vökudeild. Var eitt peirra tekið í sept. 76 frá anus á 2ja daga gömlu barni, 3 í des., par af eitt úr bólu á 6 daga gömlu barni, annað úr auga sama barns 2 dögum síðar og pað priðja úr bólu á 5 daga gömlu barni og loks i jan. 77 úr bólum á sama barni, 7 og 12 daga gömlu. Úr nefstrokum nýbura flokkuðust 43 stofnar frá 5E og 5A og 15 frá vökudeild. Stofn 3A/3C±55 og skyldur stofn, 3C/55/71, fannst í 13 börnum af 5E og 5A og 9 börnum af vökudeild, Úr umhverfi barnanna flokkuðust 2 stofnar, annar af set- skál á 5E, hinn úr vöggu barns á vökudeild, báðir af flokki 3A/3C. Úr nefi starfsfólks tókst að flokka 26 stofna úr 20 einstaklingum, en úr 6 peirra höfðu verið tekin nefstrok tvisvar með l-3ja vikna millibili. I öllum pessum einstaklingum fannst sami phagastofn í bæði skiptin. Stofn 3A/3C fannst aðeins í nefi eins starfsmanns, sem var stuttan tíma á deildinni. Hins vegar fannst hann í peim 2 fingursýnum starfsmanna, sem geymdust til phagaflokkun- ar, en ekki í nefi viðkomandi einstaklings. 1 innsendunt sýnum frá barni á 7F fannst stofn 3C/94. Fyrra sýnið var tekið úr bólu á barninu 2ja daga gömlu, hið síðara var blóð úr pví 6 daga gömlu. Barnið var fyrirburi (1300g) með hyaline membrane sjúkdóm, en lifði sýkinguna af. Sami stofn og ræktaðist frá pessu barni fannst i tveimur nefstrokum frá nýburuni á vökudeild og 5 nefstrokum starfs- manna. Skyldur stofn, 94/96, fannst í 8 nef- strokum starfsmanna og 4 nefstrokum nýbura á 5A og 5E. Aðrir stofnar í pessu safni reyndust vera af phagaflokkum, óskyldum peim, sem greindust úr innsendum sýnunt frá nýburum (sjá töflu III).

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.