Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1980, Page 19

Læknablaðið - 15.02.1980, Page 19
LÆKNABLADID 7 UMRÆÐA Klasasýklar þola vel þurrk og næringarskort. Athuganir hafa sýnt, að þeir geta lifað í andrúmslofti sjúkrastofu allt að 7 daga (12). Hafi þeir raka eða einhverja hlíf gegn uppguf- un, geta peir lifað lengur utan líkama. Aðaluppspretta klasasýkla í umhverfi fólks eru húð pess og vit. Þeir tímgast aðallega á slímhúðum, einkum í nösum og á rökum húðsvæðum, s.s. í holhöndum og nárum og dreifast frá pessum stöðum á hendur viðkom- andi einstaklings og víðar um húð hans. Miklar líkur eru á pví, að einstaklingur, sem ber coag. jákvæðan klasasýkil í nefi beri hann einnig víðar (klasasýklaberi). Mismikil hætta er á, að einstaklingar, sem bera slíka sýkla, dreifi peim frá sér, surnir gera pað í miklu meira mæli en aðrir (klasasýkladreifarar). Margar athuganir hafa verið gerðar á pví hversu mikill hluti fólks ber coag. jákvæða klasasýkla án pess að hafa einkenni sýkingar. I flestum athugunum kernur í Ijós, að 20-60 % fullorðins fólks og stálpaðra barna ber pessa sýkla (19). Klasa- sýklar lifa í efsta lagi húðarinnar, sem stöðugt flagnar af og endurnýjast neðan frá. Þessi húðflögnun er ein áf leiðum klasasýkla út í föt fólks og umhverfi (9, 13). Þeir eiga auðvelt með að smjúga gegnum föt, svo sem baðmull- arsloppa, og blotni fötin, er ekki lengur nein vörn í peim. (16). Frá höndum berast peir með snertingu og frá vitum með tali, hósta og hnerrum. Gefur auga leið, að á sjúkrahúsum, par sem margt fólk er saman komið og sumt af pví jafnvel með opnar leiðir frá klasasýkla- ígerðum, er útilokað að verjast dreifingu pess- ara sýkla út í umhverfi. Húð og vit nýbura eru bakteríulaus við fæðingu, sé allt með eðlilegum hætti. Fljótlega eftir fæðingu ná klasasýklar bólfestu í nösum peirra, á naflastreng og húð. Naflastrengur er mjög gott sýklaæti og bleiusvæðið er rakara en húð í kring, pannig að skilyrði til fjölgunar eru hin ákjósanlegustu á pessum stöðum. Margar athuganir hafa sýnt, að finna ntá coag. jákvæða klasasýkla í nefi nær allra ungbarna eftir nokkra daga eða vikur frá fæðingu (19). Þessi aldursflokkur hefur pví hærri hlut- fallstölu klasasýklabera en nokkur annar. Leið klasasýkla á nýburana er fyrst og fremst með höndum peirra, sem um pau hirða, enda engir einstaklingar handfjatlaðir eins mikið og ný- fædd börn. Húð peirra hefur ekki meinlausan sýklagróður sér til varnar eins og húð eldri barna og fullorðinna, og er pví óvarin og opin til landnáms sýkla. Kannanir á nýburadeildum hafa leitt í Ijós, að skaðlegir klasasýklastofnar, sem ræktast frá nýburum, koma yfirleitt frá starfsfólki deildanna en ekki mæðrum. Enn freniur hafa klasasýklastofnar á geirvörtum og í brjóstaígerðum sængurkvenna verið raktir til nýburanna (4, 20). Það hefur lengi verið vitað, að klasasýklar valda faröldrum bæði innan veggja sjúkrahúsa og utan. Því hefur jafnvel verið haldið fram, að ákveðnir stofnar peirra gangi um allan heim eftir einhverjum ópekktum lögmálum (7). Klasasýklafaraldrar á nýburadeildum eru al- pekkt vandamál. Skráð tilfelli á Landspítalan- um 1976-’77gefa eindregið till kynna töluverð- an faraldur. Þess ber einnig að geta, að blöðrubóla kemur oft ekki í Ijós, fyrr en börnin eru komin heim. Sú varð og raunin á hér. Samkvæmt upplýsingum frá ungbarnadeild Heilsuverndarstöðvarinnar, bar á pessu tíma- bili töluvert á blöðrubólu hjá ungbörnum eftir heimkomu af fæðingadeild. Blöðrubólustofnar Tafla III. Dreifing klasasýklastofna 3A/3C±55 3C/55/71 3C/94 ± 96 94/96 Aðrir Alls Deild 5A og 5E Innsend sýni 6 6 Könnun: Nef nýbura 11 2 4 26 43 Umhverfi 1 1 Vökudeild Innsend sýni 6 2 8 Könnun: Nef nýbura 9 2 4 15 Umhverfi Nef starsfmanna 1 1 5 8 12 1 26 Fingur starfsmanna 2 2 37 2 9 12 42 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.