Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1980, Side 20

Læknablaðið - 15.02.1980, Side 20
8 LÆKNABLADID virðast hafa verið víðar en í Reykjavík, a.m.k. sást töluvert af blöðrubólu hjá ungbörnum á Akureyri um sama leyti (11). Sú könnun, sem gerð var á nýburum, starfsfólki og umhverfi, hefur ýmsa galla. í fyrsta lagi var bagalegt að geta ekki gert phagaflokkun nokkurn veginn jafnóðum og coag. jákvæðir klasasýklar greindust. í öðru lagi geymdust ekki allir stofnar, sem í náðist. í priðja lagi hefði verið æskilegt að safna sýnum úr blöðrubólum ungbarna í heimahúsum á sama tímabili. Aðeins eitt slíkt sýni barst og klasasýklastofninn úr pví geymdist ekki. Þrátt fyrir annmarka könnunarinnar má draga vissar ályktanir af henni: 1. Að hlutfall klasasýklabera meðal starfsfólks deildanna er ekki frábrugðið pví, sem fund- ist hefur annars staðar (19). 2. Að bólfesta klasasýkla í nefi nýbura eykst með hverjum degi, sem peir dveljast á stofnuninni, en verður ekki fyrr hér en fundist hefur við svipaðar kannanir annars staðar og síðar en sums staðar (18, 19). 3. Að allan pann tíma, sem könnunin nær yfir, p.e. frá sept. 76 til maí 77 er blöðrubólu- stofninn 3A/3C±55 viðloðandi á nýbura- deildum í bólum og öðrum sýkingum nýbura, í nefi peirra, í umhverfi og á fingrum starfsfólks. Könnunin leiðir hins vegar ekki í ljós neinn ákveðinn smitbera, enda ekki hafin fyrr en rúmu ári eftir að faraldurinn byrjaði. Stofn 3C/94 er sennilega blanda af stofni 3A/3C og 94/96, sem fannst í mörgum nef- strokum frá stafsfólki. Ef til vill er 3C/94 ekki eins skaðlegur og 3A/3C, par sem hann ræktaðist aðeins úr sýkingum í einum fyrir- bura. Ekki er pó útilokað, að hann hafi valdið sýkingunt í fleiri börnum, par eð sýni voru ekki send úr öllum sýkinguni nýbura. Margs konar athuganir hafa verið gerðar til að finna, hvaða aðferðir séu árangursrík- astar til að draga úr dreifingu klasasýkla um nýburadeildir. Alls staðar er lögð mikil áhersla á handpvott starfsfólks (10, 8). Vandkvæði við tíðan handpvott eru pau, að hann polist stundum illa, húð vill porna og springa, en við pað verður hún opnari fyrir sýklunt en ella og meiri gróðrarstía. Til að vinna gegn pessu getur reynst vel að nota handáburð með sótthreinsandi efnum í. Hvað klæðnað stafsfólks snertir, hefur verið reynt að láta pað klæðast dauðhreinsuð- um sloppi og grímu í hvert sinn milli handfjötl- unar einstakra barna, en pað virðist ekki draga að ráði úr dreifingu sýkla á börnin auk pess sem pað er ógerlegt á venjulegum deildum (8). Sumir telja, að plastsvuntur utan yfir sloppa dragi úr dreifingu sýkla á börnin, par eð peir loði síður við plast en léreft og komist ekki gegnum pað af fötum starfsmanns (16). Hvað böðun nýbura snertir, tíðkaðist víð- ast hvar að baða pá úr 3 % hexachlorophen, frá pví að pað efni kom á markað um miðjan 6. áratuginn og fram til 1971. Upp úr 1970 varð uppvíst, að hexachlorophen getur frásogast gegnum opna eða óproskaða húð (5). Var eftir pað víða hætt að baða nýbura úr pessu efni. Enginn vafi er á, að hexachlorophenböð drógu úr tíðni blöðrubólu (18). Eftir að peim var hætt, færðist pessi kvilli í aukana og á sumum stofnunum margfaldaðist tíðni hans (3). Nú eru hexachlorophenböð ráðlögð, ef blöðrubólufar- aldur kentur upp á deild, en með meiri varfærni en áður, einkum hvað snertir fyrir- bura (1). Sumir ráðleggja fremur hexachloro- phenpúður en lausn (10). Annars eru heilbrig- ðir nýburar pvegnir úr volgu vatni með eða án mildrar sápu og nú orðið talið heppilegt, að fósturfitan (vernix caseosa) fái að haldast sem mest á húð barnsins fyrstu dagana (I). Á naflastreng er ýmist ekkert sérstakt notað eða eitthvert eftirtalinna efna: 1) Alkohol 2) Blanda 3ja sótthreinsandi litarefna, s.k. triple dye (Brilliant grænt 2.29 g, proflavin hemisulfat 1.14 g og crystal violet 2.29 g í vatni að 1000 ml) 3) Smyrsl með klasasýklaeyðandi lyfjum í. Þessi efni eru notuð í pví skyni að draga úr sýklagróðri á naflastreng, en ekki hefur sann- ast að neitt peirra hindri bólfestu sýkla par (1). Á fæðingadeild Landspítalans voru hexa- chlorophenböð nýbura tekin upp um 1960. Þar tíðkaðist að bæta 3 % hexachlorophenlausn (Phisohex) út í baðvatn nýburans eða setja pað í svamp, sem fylltur var af vatni, áður en pvottur hófst. Þar eð hexachlorophen leysist lítt í vatni, er talið betra að smyrja pví beint á húð nýburans og pvo pað síðan af nieð volgu vatni. Var sú aðferð tekin upp í pemphigusfa- raldrinum 1976. Enn fremur var skýrt fyrir starfsfólki nýburadeildanna, um hvers konar sýkla væri að ræða, hvaðan peir kæmu og hvernig helst mætti draga úr dreifingu peirra. Faraldurinn rénaði vorið 1977 og voru pað ár alls skráð 10 tilfelli. Vor og sumar 1978 jókst tíðni sjúkdómsins á ný og voru pað ár skráð 19 tilfelli.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.